FRÆÐASTOFA 1, SKIPHOLTI 31
10.JANÚAR // 12:45 - 13:45
 
Nú er vorönn tónlistardeildar hafin og því komið að fyrsta hádegisfyrirlestri annarinnar. Að þessu sinni mun listamaðurinn Adam Świtała halda fyrirlestur í fræðastofu 1, föstudaginn 10.janúar kl 12:45. Świtała mun fjalla um áhrif óreiðunnar á sköpun og miðlun flytjandans.
 
Adam Świtała er tónlistarmaður, tónskáld, fyrirlesari og kennari. Hann er búsettur í Reykjavík og starfar meðal annars sem ritstjóri ISME/Routledge ritsins „Specialist Themes in Music Education“. Hann hefur starfað sem stjórnarformaður í pólsku tónlistarráði og einnig sem forseti samtaka tónlistarmenntunar í Póllandi. Adam hefur unnið áhugaverð verkefni í gegnum tíðina í samstarfi við leikstjóra, leikara, dans- og gjörningalistamenn í yfir 20 leikhúsum, mennta- og listastofnunum víðsvegar um heiminn.