Gestagangur í nóvember kynnir opinn hádegisfyrirlestur þriðjudaginn 13.nóvember klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.

A2F er arkitektastofa sem staðsett er á Íslandi og í Þýskalandi. Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger eru, ásamt Filip Nosek, stofnendur stofunnar. Verkefni A2F eru fjölbreytt. Hönnun bygginga er meginhluti starfseminnar, auk skipulagsverkefna, innanhússhönnunar, kennslu og rannsóknarvinnu. Áherslur A2F felast í megin atriðum í viriðingu fyrir umhverfinu, nánu samstarfi með verkkaupa og notendum bygginga og loks í mikilvægi þess að nýta nútíma tækni og aðferðir, til þess að auka gæði og minnka sóun. 
Í fyrirlestrinum ætla Aðalheiður og Falk að segja frá nokkrum ólíkum verkefnum sem þau hafa unnið að á undanförnum árum.

Aðalheiður og Falk eru stundakennarar í arkitektúr við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Með Gestagangi er ætlunin að veita áhugasömum innsýn í þær rannsóknir og störf sem eiga sér stað í hönnun og arkitektúr bæði hérlendis og erlendis. Gestirnir koma víða að og munu varpa skýrri mynd á fjölbreytileika hönnunarsamfélags samtímans. Fyrirlesararnir eiga það allir sameiginlegt að vera stundakennarar eða erlendir gestakennarar við hönnunar- og arkitektúrdeild og leiðandi hönnuðir á sínu fagsviði.