Stefnumót um kvikmyndanám á háskólastigi

Listaháskóli Íslands býður þér til samtals um kvikmyndanám háskólastigi þriðjudaginn 5. nóvember kl. 14-18 í húsakynnum LHÍ Laugarnesi.
 
Stefnumótið er liður í undirbúningi að stofnun kvikmyndadeildar við Listaháskólann og er þróað í samtali við fag- og hagaðila. Unnið er í samráði við fagvettvanginn í kvikmyndagerð og menntun. Verkefnið er þróunarverkefni styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Við viljum bjóða þér í samtalið og hvetjum alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og menntun að skrá sig til leiks. 
Vonumst til að sjá sem flest ykkar.
Vinsamlegast skráið þátttöku á https://stefnumot.lhi.is
 
Dagskrá
14:00-15:30 Stutt erindi um kvikmyndanám
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ
Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri LHÍ
Katherine Dieckmann, handritshöfundur og leikstjóri við Columbia University School of the Arts
Mette Damgaard-Sørensen listrænn stjórnandi New Danish Screen, DFI
Ben Gibson, skólastjóri DFFB í Berlín
Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur
15:30-16:00 Kaffi
16:00-17:30 Borðavinna – umræður um kvikmyndanám á háskólastigi.