ÞEKKING

 • Þekki kenningar, hugtök og aðferðir tónbókmennta og tónfræða og þekki mismunandi stílbrigði og tengingar þeirra á milli,
 • Þekki helstu stefnur og strauma í tónlist í menningarlegu og sögulegu samhengi, sem og snertifleti hennar við aðrar listgreinar og fjölbreytt menningarumhverfi í samtímanum,
 • Þekki starfsumhverfi tónlistarmanna, þ.m.t. réttindi höfunda og flytjenda,
 • Hafi öðlast innsæi og skilning til þess að nálgast tónlist (flutning, miðlun eða sköpun) á einstaklingsbundin hátt,
 • Þekki undirstöðuatriði í leitar- og upplýsingatækni,
 • Hafi þekkingu á aðferða- og hugmyndafræði tónlistar.

LEIKNI

 • Skilji umhverfi sitt og hafi aukið siðferðilega og félagslega hæfni sína til virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi,
 • Geti lagt sjálfstætt mat á þær aðferðir sem nýttar eru innan tónlistar til flutnings og sköpunar,
 • Geti beitt gagnrýnni nálgun við greiningu viðfangsefna,
 • Hafi tileinkað sér gagnrýna sýn á eigin verk og annarra,
 • Geta verið jöfnum höndnum leiðandi og fylgjandi í hópavinnu,
 • Geti nýtt þekkingu sína og skilning til listsköpunar og fræðilegrar iðju,
 • Geti rökstutt skoðanir sínar og ákvarðanir út frá fræðilegum og listrænum forsendum,
 • Kunni að leita sér upplýsinga og efniviðar og geti metið áræðanleika og nýtt á viðeigandi hátt,
 • Hafi skilning á mismunandi stílum greinarinnar og geti beitt viðeigandi aðferðum og tækni,
 • Hafi öðlast tæknilega færni á sínu sviði.
 • Geti nýtt sér leiðsögn og unnið úr athugasemdum þannig að nýtist í listrænni vinnu,
 • Hafi öðlast færni til þess að þekkja og vinna með tónlist eftir hlustun,
 • Hafi öðlast faglega meðvitund um líkamsbeitingu,
 • Geti tekið virkan þátt í listrænu samstarfi af mismunandi stærðargráðum og út frá ólíkum forsendum,
 • Geti unnið í hópi á jafningjagrundvelli, tekið tillit til ólíkra sjónarmiða og hlustað á aðra af virðingu,
 • Geti samhæft tækni, tjáningu og sköpun í flutningi/sköpun.

HÆFNI

 • Geti sett fram listræna hugmynd, þróað hana og skilað af sér í heildstæðu verki,
 • Hafi öðlast hæfni til sjálfstæðrar sköpunar og tamið sér fagleg vinnubrögð og áræðni í úrlausnum,
 • Geti lesið og skilið uppbyggingu tónlistar og miðlað hugmyndum á táknmáli tónlistar,
 • Verið sjálfsgagnrýninn, geti leyst vandamál á hugmyndaríkan hátt, sýnt sjálfsstjórn og tekist á við álag tengt starfi tónlistarmanns,
 • Geti nýtt sér eigið ímyndunarafl og innsæi,
 • Búi yfir hæfni til að skipuleggja og vinna að sameiginlegum verkefnum,
 • Að geta kynnt hugmyndir sínar á skilmerkilegan hátt fyrir fjölbreyttu menningarlegu umhverfi,
 • Geti sett fram og lýst fræðilegum atriðum og rannsóknaniðurstöðum í töluðu og rituðu máli,
 • Geti tjáð sig á skýran og skilmerkilegan hátt um eigin listsköpun og -túlkun og vinnuferli.