Class: 
color4
Contemporary Dance Practices - Graduation show

Lík af aumingja

Nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, Lík af aumingja verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á laugardaginn 12. maí kl. 14:00. 

Verkið er skrifað fyrir útskriftarárganginn okkar af leikarabraut sviðlistardeildar. Útskriftarárgangurinn allur leikur í verkinu en það eru þau Árni Beinteinn Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Elísabet S. Guðrúnardóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Hákon Jóhannesson, Hlynur Þorsteinsson, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórey Birgisdóttir.
Leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson.

Tónleikar - KHIO OG LHi

Góðir gestir frá Osló

Kór leiklistarháskólans KHIO Í OSLÓ í samstarfi við nemendur sviðslistadeildar og tónlistardeildar Listaháskóla Íslands halda sameiginlega kórtónleika í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 12. Maí kl. 15:30

Kórarnir flytja sameiginlega dagskrá sem er afrakstur tveggja daga kórvinnubúða ásamt annarri dagskrá sem hvor hópurinn flytur.  

Stjórnendur eru Björk Jónsdóttir og Jan Tariq Rui-Raman
Meðleikur: Kjartan Valdimarsson

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir - Hún

Hún er útskriftarverk Sigurlaugar Söru Gunnarsdóttir, nema á Sviðshöfundabraut. 

Nú útskrifast Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og fær BA gráðu í list 
Ég er eins og hún. Ég er ekkert eins og hún.  
Ég hélt þetta ætti að vera auðvelt núna.  

Ég er tilbúin.  

Gef mér augnablik.  

Já ég er tilbúin.  

Takk fyrir 

 

Verkið er unnið í samstarfi við Birnu Rún Eiríksdóttur, Brynju Jónsdóttur, Steineyju Skúladóttur og Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur 

Útskriftverk sviðslistadeildar vor 2018

Við erum stolt af útskriftarefnunum okkar sem sýna fjölbreytt verk núna í vor.

Þetta eru leikarar, samtímadansarar og sviðshöfundar.

Ykkur til hagræðingar má finna alla dagskrána hér.

Miðapantanir hefjast mánudaginn 7. maí á tix.is. Við hlökkkum til að sjá ykkur flest.

 

Stefán Ingavr Vigfússon - Nýjasta tækni og mislyndi

Nýjasta tækni og mislyndi er útskriftarverkefni Stefáns Ingvars Vigfússonar nema á sviðshöfundabraut. 

 „Núna eru öll okkar samskipti til, ef ég fer á gamla skype-aðganginn minn og leita samtalið uppi get ég séð allt sem fór okkur á milli. Þegar við mættumst í skólanum voru samskipti okkar bara lítið bros og ekkert meir, en hjartað á milljón.“