Class: 
color4

Sigurjón Bjarni Sigurjónsson: Hagaharmur

Sýningar fara fram í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13.
Laugardaginn 21.maí. kl 21
Mánudaginn 23.maí kl. 21
Þriðjudaginn 24.maí kl. 19

miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is
miðapantanir eru afgreiddar á skrifstofutíma og send verður staðfesting á afgreiðslu miðapantanna við fyrsta tækifæri.

Á litlu landi, í lítilli sveit, er lítið tún þar sem í lítilli holu, litlar sálir lenda í litlu ævintýri.

Útskriftarverk sviðshöfunda 2016

Að þessu sinni sýna 10 sviðshöfundar lokaverkefni sín.
Nánar má sjá um hvert verk inn á slóð hvers nemanda fyrir sig, eins upplýsingar um sýningar og miðapantanir

Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson
In The Memory of Her Last-minute: Within the Center of the Concert
https://www.facebook.com/events/1685712265012941/

Nína Hjálmarsdóttir
Sálufélagar
https://www.facebook.com/events/240489812985236/

Útskriftarverk dansara

Úskriftarverk útskriftarnemenda af samtímadansbraut LHÍ

Útskriftarnemar af samtímadansbraut sýna tvö verk á útskriftarsýningu sinni í Borgarleikhúsinu; Málmröðina eftir Sögu Sigurðardóttur og Tiny Dancer eftir Valgerði Rúnarsdóttur

Sýningar:
17. maí kl. 20:00 (takmarkað miðaframboð)
18. maí kl. 17:00 og 21:00

OPNAÐ VERÐUR FYRIR MIÐAPANTANIR 13. MAÍ
Miðapantanir: midasala [at] borgarleikhus.is

Leikarinn sem höfundur

Dagana 19. - 21. febrúar sýna leikarar afrakstur námskeiðsins "leikarinn sem höfundur" sem stýrt var af Ragnheiði Skúladóttur.

Aðgangur er ókeypis á allar sýningarnar en fólki er bent á að taka frá miða hjá midisvidslist [at] lhi.is

 

KEF - AMS

Sigurbjartur Sturla Atlason sýnir nýtt íslenskt verk KEF - AMS í Smiðjunni. Sýningin er afrakstur fjögurra vikna áfanga sem kallast ‘Leikarinn sem höfundur" og er stýrt af Ragnheiði Skúladóttir.

Einstaklingsverkefni dansara

3.-6.mars 2016

Nákvæmari upplýsingar koma síðar.

Á námskeiðinu vinna nemendur að sjálfstæðri uppsetningu fyrir svið.

Nemandi velur sjálfur viðfangsefni og aðferð. Áhersla er lögð á að nemendur þrói eigin hugmyndir, vinni úr þeim og finni þá framsetningu sem best hæfir viðfangsefninu.  Nemendur vinna greinargerð samhliða verkinu sem sýnir hæfni þeirra í akademískum vinnubrögðum, heimildaleit og úrvinnslu sem nýtist til greiningar á vinnuferli þeirra og sköpun.  Námskeiðið endar á opinni sýningu á verkinu með áhorfendum og skilum á greinargerð.