Class: 
color4

Bridging the gap

Tveir íslenskir sviðshöfundar eru leiðandi í Norrænu rannsóknarverki sem fram fer í beinni vefútsendingu þann 28.október kl.11 að íslenskum tíma. Sviðssetningin er er lokahnykkurinn á rannsóknarstofu  í Lillehammer, Bridging the Gap,  og lokapunktur á þriggja ára samnorrænu rannsóknarverkefni, TNT, sem sviðslistadeild Listaháskólans hefur tekið þátt í.

Opinn tími samtímadansbraut 2. ár

Á fimmtudaginn 6.okt kl: 17:00 verður afrakstur úr námskeiðinu Skapandi ferli III undir leiðsögn gestakennaranna Emmu Rozgoni og Noam Carmeli sýndur í Álfhóli, danssal dansbrautar á Sölvhólsgötu 13.

Nemendur eru á örðu ári á samtímadansbraut. Farið hefur verið á dýptina í gegnum spunaæfingar í gaga tækni og snerti-spuna og leitast eftir því að svara spurningum sem þessum:

 

Einstaklingverkefni Dansara

Laugardaginn 8. október kl. 14 frumsýnir Sóley Frostadóttir nemandi á 3 ári á samtímadansbraut einstaklingsverkefni sitt, Birting.

 

Í námskeiðinu vinna nemendur að sjálfstæðri uppsetningu fyrir svið, nemandinn velur sjálfur viðfangsefni og aðferð.

Áhersla er lögð á að nemendur þrói eigin hugmyndir, vinni úr þeim og finni þá framsetningu sem best hæfir viðfangsefninu.

 

Birting 

 

Málstofa - Una Þorleifsdóttir

english below

 

Una Þorleifsdóttir lektor og fagstjóri í sviðslistadeild og leikstjóri við Þjóðleikhúsið er gestur Málstofu að þessu sinni.

Una Þorleifsdóttir útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway, University of London árið 2004 en hafði áður stundað nám í leikhúsfræðum og list við Goldsmiths College, University of London. 

Una veitir innsýn inn í starfsaðferðir sínar sem leikstjóri og lýsir hugmyndafræðinni að baki þeirra.

 

 

Málstofa er fyrirlestraröð á vegum sviðslistadeildar LHÍ.