Class: 
color2

Samstarf og verklag söngvara og tónskálda – Tónleikar

Samstarf og verklag söngvara og tónskálda – Tónleikar
 
Nemendur á námskeiðinu „Samstarf og verklag söngvara og tónskálda“ bjóða til tónleika fimmtudaginn 10.febrúar kl.16:00 í Dynjanda. Flutt verða ný örverk fyrir rödd og undirleik þar sem ýmsir straumar og stílar munu heyrast og renna saman. Söngvararnir og tónskáldin tóku sig saman í sjö pör og þróuðu nýju verkin þannig í sameiningu. Vinnan var m.a. í formi fyrirlestra, umræðu og vinnustofa undir handleiðslu Dr. Helga Rafns Ingvarssonar. Allir velkomnir.
 

Leikarinn í söngvaranum, söngvarinn í leikaranum

Leikarinn í söngvaranum, söngvarinn í leikaranum
Lokatónleikar 3 árs leikara í söng LHÍ

Nemendur 3 árs leikarabrautar hafa í haust unnið undir leiðsögn Bjarkar Jónsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur, Kjartans Valdimarssonar og Ryan Driscol.
Þema dagskrárinnar eru „Söngbók Kurt Weill“ & „Ást og harmur í íslensku sönglögum“ 
 
Undirleik annast Kjartan Valdemarsson og nemendur tónlistardeildar:
Hljómsveitarstjórn og píanó: Kjartan Valdemarsson

Útskriftartónleikar - Hugi Þeyr Gunnarsson

Hugi Þeyr Gunnarsson heldur útskriftartónleika sína frá Tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands þann 10. desember kl 20:00 í Dynjanda, sal tónlistardeildar Listaháskólans, Skipholti 31.
Verið velkomin!
 
- ATH að það þarf að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við innganginn -
 
Flytjendur á tónleikunum eru:
Alda Áslaug Unnardóttir
Ágústa Bergrós Jakobsdóttir
Ásthildur Ákadóttir
Diljá Finnsdóttir
Eydís Kvaran
Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir