Class: 
color2

Raddir í Loftinu - Tónleikafyrirlestur

Á fyrirlestri verður flutt dagskráin Raddir í Loftinu. John Speight samdi söngflokkinn Gættu þín á sofandi vatni fyrir Sigríði Ósk við valin ljóð úr ljóðaflokknum Raddir í loftinu eftir Sigurð Pálsson. Dagskrán er spunnin í kringum þennan söngflokk og úr varð frönsk-íslensk dagskrá í bland við gyðingasöngva. Í fyrirlestri verður rætt um hvernig dagskráin varð til og hvernig tónverkin tengjast saman ásamt því að ræða aðeins um tónskáldin og þeirra tón eða sérkenni.  Ásamti söngflokki John Speight eru söngvar eftir Reynaldo Hahn og Maurice Ravel.
 

Rappresentazione di Anima, et di Corpo - Camerata og Kór LHÍ

Tónlistardeild Listaháskólans ræðst í flutning á tímamótaverki Emilios Cavalieris, Rappresentazione di Anima e Corpo. Verkið var frumflutt í Róm árið 1600 og prentað og gefið út það sama ár. Verkið telst vera fyrsta óratórían þar sem kór, einsöngvarar og hljómsveit sameinast í dramatísku tónleikhúsverki. Fyrsta óperan, Euridice eftir Jacopo Peri, leit dagsins ljós strax sama ár.  Cavalieri stjórnaði þeirri sýningu á vegum Medici fjölskyldunnar. L'Orfeo eftir Monteverdi var svo samin sjö árum seinna.
 

Föstudagsfyrirlestur í tónlistardeild - Elín Anna Ísaksdóttir

Tónlistarnám á Íslandi: hvar erum við stödd, hvert viljum við stefna? 

Föstudaginn 12. Nóvember fer fram föstudagsfyrirlestur í tónlistardeild LHÍ. Fyrirlesari að þessu sinni verður Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri klassískrar hljóðfærakennslu.
Í erindinu horfir Elín til tónlistarskólakerfisins á Íslandi og tengslum þess við tónlistarnám á háskólastiginu. Hún velti því fyrir sér hvernig við sjáum nám á þessum skólastigum þróast, hvernig umræðan er í nálægum löndum og hverjar áskoranirnar eru, hvar tækifærin liggja. 
 

Rytmískt kvöld tónlistardeildar LHÍ

Rytmískt kvöld tónlistardeildar LHÍ

Samspilshópar úr rytmísku kennaranámi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands koma fram í Stúdentakjallaranum mánudaginn 15. nóvember kl 18. Hóparnir eru þrír og njóta handleiðslu  kennaranna Andrésar Þórs Gunnlaugssonar, Hilmars Jenssonar og Þorgríms Jónssonar. Hver hópur leikur í 30-40 mínútur og má gera ráð fyrir að efnisskráin verði mjög fjölbreytt.

Útskriftartónleikar - Sindri Freyr Steinsson

Útskriftartónleikar - Sindri Freyr Steinsson

Laugardaginn 13. Nóvember kl. 16 heldur Sindri Freyr Steinsson útskriftartónleika frá rytmískri kennarabraut Listaháskóla Íslands. Á tónleikunum mun hann leika nýjar tónsmíðar úr eigin smiðju ásamt hljómsveit.
 
Hljómsveitina skipa:
Haraldur Ægir Guðmundsson: Kontrabassi
Hekla Magnúsdóttir: Þeremín
Kristófer Hlífar Gíslason: Slagverk
Magnús Skúlason: Trommur