Class: 
color2

Píanóverk Skrjabín hljóma í LHÍ og í MÍT

Píanóverk Skrjabín hljóma í LHÍ og í MÍT

Nemendur LHÍ og MÍT standa dagana 18. og 20. mars 2022 fyrir tvennum tónleikum þar sem píanóverk rússneska tónskáldsins Alexander Skrjabín fá að hljóma. Tónleikarnir eru liður í samstarfi LHÍ og MÍT en undanfarin ár hafa píanónemendur skólanna haldið sameiginlega tónleika tileinkaða helstu tónskáldum píanótónbókmenntanna. Þar má tónskáld á borð við Rameau, Grieg, Debussy, Bartók og Prokofjev.
 

Hádegisfyrirlestur í tónlistardeild - Sögur af flóttamönnum

Sögur af flóttamönnum: Abraham, Edelstein, Urbancic og framlag þeirra til íslensks tónlistarlífs

Fyrirlesari: Árni Heimir Ingólfsson

Föstudaginn 18. mars heldur tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson hádegisfyrirlestur í tónlistardeild. Þar mun hann fjalla um tónlistarmennina Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic og framlag þeirra til íslensks tónlistarlífs. Fyrirlesturinn fer fram í Dynjanda, sal tónlistardeildar, og hefst kl 12:45.

Öll velkomin!

Nánar um fyrirlestur

Crossing Keyboards – Riga

Crossing Keyboards – Riga
Dagana 2. til 4. mars 2022 heimsækja kennarar og nemendur frá Jazeps Vitols Latvian Academy of Music í Riga tónlistardeildina en heimsóknin er partur af samstarfsverkefninu „Crossing Keyboards“ sem píanódeild LHÍ hefur verið þátttakandi í frá árinu 2018. Nemendur JVLMA halda tónleika í Dynjanda, nýjum tónleikasal tónlistardeildar, miðvikudaginn 2. mars kl 18:00 ásamt því að þeir  Prof. Juris Kalnciems og Asoc. Prof. Toms Ostrovskis leiðbeina píanónemendum LHÍ á opnum masterklössum dagana 2. - 3. mars.
 

Hádegisfyrirlestur í tónlistardeild - Rizitika Songs

RIZITIKO: PAST AND FUTURE
 
In this lecture Rena Rasouli will present Cretan Folk Music. Particular attention will be paid to the oldest type of Cretan Music, the “Rizitika” Songs, and their origin and content analyzed while listening to examples.  Furthermore Rena will refer to her B.A thesis “Music performance based in traditional dialect focuses on the healing ability of sound” in which she used “Rizitika" songs as a “loan”, creating a sound mosaic made up of field recordings, synthesizers and traditional melodies of 5 Rizitika songs.

Ómkvörnin 2022

Ómkvörnin 2022

Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Þar eru flutt ný verk eftir tónsmíðanemendur skólans af hljóðfæraleikurum skólans sem og tónlistarfólki annarsstaðar frá.
 
Hátíðin fer fram dagana 18. – 19. febrúar í Dynjanda, tónleikasal tónlistardeildar, og samanstendur í þetta skiptið af tvennum tónleikum sem hefjast kl. 20 báða daga
 
Listaháskóli Íslands hvetur alla þá sem hafa áhuga á nýrri íslenskri samtímatónlist að mæta á hátíðina.

Samstarf og verklag söngvara og tónskálda – Tónleikar

Samstarf og verklag söngvara og tónskálda – Tónleikar
 
Nemendur á námskeiðinu „Samstarf og verklag söngvara og tónskálda“ bjóða til tónleika fimmtudaginn 10.febrúar kl.16:00 í Dynjanda. Flutt verða ný örverk fyrir rödd og undirleik þar sem ýmsir straumar og stílar munu heyrast og renna saman. Söngvararnir og tónskáldin tóku sig saman í sjö pör og þróuðu nýju verkin þannig í sameiningu. Vinnan var m.a. í formi fyrirlestra, umræðu og vinnustofa undir handleiðslu Dr. Helga Rafns Ingvarssonar. Allir velkomnir.