Class: 
color2

Útskriftartónleikar - Hugi Þeyr Gunnarsson

Hugi Þeyr Gunnarsson heldur útskriftartónleika sína frá Tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands þann 10. desember kl 20:00 í Dynjanda, sal tónlistardeildar Listaháskólans, Skipholti 31.
Verið velkomin!
 
- ATH að það þarf að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við innganginn -
 
Flytjendur á tónleikunum eru:
Alda Áslaug Unnardóttir
Ágústa Bergrós Jakobsdóttir
Ásthildur Ákadóttir
Diljá Finnsdóttir
Eydís Kvaran
Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir

Hausttónleikar í tónlistardeild LHÍ 2021

Hausttónleikar í tónlistardeild LHÍ fara fram dagana 26. nóvember til 17. desember 2021. Tónleikarnir fara flestir fram í Dynjanda, nýjum tónleikasal Listaháskólans, sem staðsettur er fyrir aftan Skipholt 31 en einnig í Kaldalónssal Hörpu.

Vakin er athygli á því að vegna samkomutakmarkana eru 50 manna fjöldatakmarkanir á alla hausttónleika tónlistardeildar. 

Nánari dag- og tímasetningar stakra tónleika má sjá hér fyrir neðan.

 

Raddir í Loftinu - Tónleikafyrirlestur

Á fyrirlestri verður flutt dagskráin Raddir í Loftinu. John Speight samdi söngflokkinn Gættu þín á sofandi vatni fyrir Sigríði Ósk við valin ljóð úr ljóðaflokknum Raddir í loftinu eftir Sigurð Pálsson. Dagskrán er spunnin í kringum þennan söngflokk og úr varð frönsk-íslensk dagskrá í bland við gyðingasöngva. Í fyrirlestri verður rætt um hvernig dagskráin varð til og hvernig tónverkin tengjast saman ásamt því að ræða aðeins um tónskáldin og þeirra tón eða sérkenni.  Ásamti söngflokki John Speight eru söngvar eftir Reynaldo Hahn og Maurice Ravel.