Class: 
color2

Píanómasterklass með Halldóri Haraldssyni. Miðvikudaginn 24.febrúar kl. 17

Halldór Haraldsson á að baki langan feril sem píanóleikari, kennari og skólastjóri. Hann brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1960 og frá Royal Academy of Music í London 1965. Hann hélt sína fyrstu opinberu tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík 1965 og hefur síðan haldið fjölmarga einleikstónleika hérlendis og erlendis. Þá hefur hann haldið fjölda tónleika með öðrum tónlistarmönnum í kammertónlist.

Masterklass í tónsmíðum: Tónskáldið, Þuríður Jónsdóttir

Þuríður Jónsdóttir, tónskáld, nam þverflautuleik og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Konservatoríið í Bologna á Ítalíu þar sem hún lauk diplómagráðu í flautuleik, tónsmíðum og raftónlist. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá Franco Donatoni hjá Accademia Chigiana í Siena á Ítalíu og hjá Alessandro Solbiati hjá Accademia di Novara á Ítalíu.

Masterklass í orgelleik

Masterklass í orgelleik.

Norski orgelleikarinn Inger-Lise Ulsrud kennir orgelnemendum Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar dagana 11. og 12. febrúar frá kl. 13-17 í Hallgrímskirkju.

Námskeið Inger-Lise verður tvíþætt, annars vegar orgelbókmenntir og hins vegar litúrgískt orgelspil og spuni. Námskeiðin eru opin nemendum LHÍ og félögum í FÍO.

Sunnudaginn 14. febrúar kemur Inger-Lise svo fram á tónleikum í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar. Tónleikarnir bera yfirskriftina Agnus Dei og eru helgaðir föstutónlist.

Ungir einleikarar 2016

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu. Stjórnandi tónleikanna er rússneski hljómsveitarstjórinn Daniel Raiskin, aðalhljómsveitarstjóri Rínarfílharmóníusveitarinnar í Koblenz og Fílharmóníusveitar Arturs Rubinstein í Lódz í Póllandi.

Fyrirlestur: Kira Kira

Kira Kira heldur fyrirlestur og spjallar við tónsmíðanemendur í tónlistardeild LHÍ, föstudaginn 4. des. kl. 12:45-14:45. Fyrirlesturinn fer fram í Sölvhóli og er öllum opinn.

Drekaflugur geta hreyft vængi sína í fjórar mismunandi áttir samtímis. Það lýsir Kiru Kiru ágætlega,
en hún hefur verið hreyfiafl í framsæknu íslensku listalífi um árabil, einkum í raftónlist, myndlist, kvikmyndum og tilraunakenndu útvarpi.