Class: 
color2

Hilary Finch tónlistargagnrýnandi

Hilary Finch hefur starfað sem tónlistargagnrýnandi og greinahöfundur við dagblaðið The Times (London) í 35 ár. 
Auk þess að fjalla um tónlistarviðburði, nánast daglega, hefur hún ferðast víða um heim m.a. til Íslands og Finnlands, en Hilary hefur sérhæft sig í skrifum um bæði löndin. 
Hilary Finch fæddist í norðurhluta London og nam ensku og tónlist við háskólann í Exeter og Cambridge. Doktorsverkefni hennar fjallaði um enska ljóðlist á 17. öld.  

Rannsóknir í tónlist

Á miðvikudaginn heldur tónlistardeild LHÍ kynningu á rannsóknarstarfsemi deildarinnar. Þar verður kynnt nýtt tímarit deildarinnar, Þræðir, en fyrsta tölublað ritsins kom út í febrúar en þar má finna tólf fjölbreyttar greinar um tónlist (https://thraedir.wordpress.com/tolublad-1/) og munu höfundar kynna nokkrar þeirra.  Þá mun rannsóknarstefna deildarinnar vera kynnt og sagt verður frá Rannsóknarstofu í tónlist og tveimur viðburðum sem verða á hennar vegum í næsta mánuði.

Barokk í Breiðholtinu „Í gegnum rimlana” Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8.mars kl.20

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8.mars kl.20 mun Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk minna á verk kvenna fyrr á tíð og flytja tónleikhúsdagsskrá í sal Tónskóla Sigursveins Hraunbergi 2. 

Þar kallast á fornir tónar kventónskálda sem lifðu og störfuðu í klaustrum og nýjar raf-tónmyndir Kristínar Lárusdóttur.

Verkefnið er hluti af mastersverkefni Diljár Sigursveinsdóttur úr NAIP-deild LHÍ (New Audience Innovative Practice).

Píanótónleikar og fyrirlestur í Sölvhóli þriðjudaginn 8. mars kl. 12:15-13:00. Prófessor Jens Harald Bratlie.

Jens Harald Bratlie er einn af fremstu píanóleikurum Norðmanna. Hann hefur leikið með hljómsveitum víða í Evrópu og Bandaríkjum Norður-Ameríku auk þess að koma fram sem einleikari og á kammertónleikum en hefur hann unnið til fjölmargra verðlauna fyrir leik sinn. Bratlie er mikilsvirtur kennari og er hann prófessor við  Tónlistarháskólann í Osló þar sem hann hefur kennt frá árinu 1973 auk þess sem hann var rektor skólans á árunum 1999-2002. Hann heldur masterklassa víða um heim og er það mikill fengur fyrir Listaháskólann að fá hann í heimsókn.

Tónleikamasterklass

Miðvikudaginn 2.mars býður tónlistardeild alla áhugasama velkomna á tónleikamasterklass þar sem nokkrir kennarar deildarinnar taka sameiginlega þátt í að leiðbeina nemendum. Leiðbeinendur að þessu sinni eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svanur Vilbergsson og Peter Máté.

Efnisskrá:

1. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran: W.A.Mozart: Ach ich fühl's úr Töfraflautunni 

2. Heiður Lára Bjarnadóttir, selló: César Franck: Sónata - 1.kafli

3.Óskar Magnússon, gítar: Mauro Giuliani: Grand Overture 

Atli Örvarsson, kvikmyndatónskáld, heldur fyrirlestur hjá tónsmíðanemum föstudaginn 26. febrúar kl. 12:45-14:45. Fyrirlesturinn verður í stofu 533, Sólvhólsgötu 13, 3. hæð.

Atli hefur starfað sem kvikmyndatónskáld í Hollywood í um það bil 20 ár og  samið tónlist við fjölda mynda og sjónvarpsþátta. Á síðasta ári samdi hann að auki tónlist við hina rómuðu íslensku kvikmynd Hrúta sem hefur rakað inn verðlaunum á kvikmyndahátíðum víð um heim m.a. má nefna að Atli fékk  Hörpuna, norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin, fyrir tónlist sína í Hrútum. http://www.atliorvarsson.com