Class: 
color2

Útskriftartónleikar: Erna Vala Arnardóttir, píanó.

Útskriftartónleikar Ernu Völu Arnardóttur
Salurinn, Kópavogi.
27. maí kl. 20:00
Diplómagráða.

Erna Vala byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul í einkakennslu hjá Ásrúnu Ingu Kondrup. Árið 2005 byrjaði hún í Nýja Tónlistarskólanum, þar sem hún lærði hjá Jóni Sigurðssyni og Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hún kláraði framhaldspróf og tónleika vorið 2013, og sama ár byrjaði hún í Bakkalárnámi við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté. 

Útskriftarverk: Kristinn Roach

Kristinn Roach Gunnarsson heldur útskriftartónleika sína úr Listaháskóla Íslands þann 26. maí næstkomandi í Salnum í Kópavogi kl. 21.
 
Verkið sem verður leikið er ónefnt rafverk í fjórum þáttum. Þrír af þessum fjórum þáttum eru unnir í kringum spunnar sönglínur og textabrot frá Ástu Fanneyju Siðgurðardóttur, listakonu. Ásamt Kristni leikur Kári Einarsson á hjóðgervla, hljóðbreyta og hljóðbúta.  
 
 
 

Ómkvörnin - uppskeruhátíð tónsmíðanemenda

Ómkvörnin verður haldin hátíðleg dagana 23. og 24. maí í Kaldalóni, Hörpu.
Ómkvörnin er uppskeruhátíð ungra tónskálda frá Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk þeirra eru flutt í samstarfi við bæði hljóðfæraleikara skólans sem og tónlistarfólki annarsstaðar frá.
Þessi fjölbreytta tónaveisla verður nú haldin í áttunda sinn og er aðgangur ókeypis.

Tónleikar verða á eftir farandi tímum:
Mánudaginn 23. maí - 17:00 Alvilda & 19:00 Bertúel
Þriðjudaginn 24. maí - 18:00 Dómald & 20:00 Ermenga