Class: 
color2

Lokkur og Hulda

Berglind María Tómasdóttir dósent við Listaháskóla Íslands og Lilja María Ásmundsdóttir fyrrum nemandi við Listaháskóla Íslands koma fram á tónleikum í Mengi þann 29. apríl. Á tónleikunum leika þær á eigin hljóðfæri: Huldu og Lokk en þess má geta að hljóðfærið Huldu þróaði Lilja María sumarið 2016 á styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna undir handleiðslu Berglindar Maríu og Jóns Marinós Jónssonar, fiðlusmiðs. Verkefnið var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.

Tónlistarmenn framtíðarinnar

Listaháskóli Íslands og Listvinafélag Hallgrímskirkju efna til tónleika í Hallgrímskirkju laugardaginn 29. apríl 2017 kl. 12:00

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Efniskrá:

Johann Sebastian Bach (1675-1750)
Fantasía í g-moll (Pièce d'orgue), BWV 572 
Erla Rut Káradóttir, orgel 

Henry Purcell (1659-1695)
Music for a While 
úr harmleiknum “Oedipus“

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)
Ave María 
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópran
Erla Rut Káradóttir, orgel

Graduation concerts: Steinunn Björg Ólafsdóttir

Information about this event is only available in Icelandic

Útskriftartónleikar Steinunnar verða 24. maí klukkan 20:00 í Salnum í Kópavogi og eru allir hjartanlega velkomnir. Flutt verða fjölbreytt lög sem spanna allt frá 16. öld til 2017. Ásamt henni munu koma fram þau Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Óskar Magnússon gítarleikari.

 

Listaháskólinn og Salurinn, Kópavogi eru í samstarfi vegna Tónleikaraðar Útskriftarhátíðar Listaháskólans og fara fjöldinn allur af tónleikum fram þar.

 

Þar sem tíminn dvelur

Verkið dregur nafn sitt af samnefndu ljóði eftir bróður Rögnvaldar, Þorvald S. Helgason, og ber það heitið þar sem tíminn dvelur. Verkið er samið fyrir fjögur tréblásturshljóðfæri og fjórar raddir; flautu, óbó, klarinett, fagott, tvær sóprönur, mezzósópran og bassa. Það sem þessi hljóðfæri eiga sameiginlegt með söngvurunum er að þeim er stjórnað með öndun og loftstraumi. Rögnvaldur vildi leggja áherslu á það í verkinu og lét því línur og lengd tóna stjórnast af eðlilegum andardrætti auk þess að hafa styrkleikabreytingar náttúrulegar með tilliti til andardráttar.

Útskriftartónleikar: Herdís Mjöll Guðmundsdóttir

Útskriftartónleikar af diplomabraut úr Listaháskóla Íslands

Herdís Mjöll flytur verk frá öllum heimshornum og eru þau samin aleg frá tímum barrokksins til samtímans. Á efnisskrá eru Fantasia og Micropieces eftir brasilíska tónskáldið Andersen Viana, síðasta hluta einleikspartitu í d-moll fyrir fiðlu, Ciacconne eftir konung barrokktímabilsins J. S. Bach, Zigaunerweisen eða sígunaljóð eftir Pablo de Sarasate frá Spáni og að lokum sónötu fyrir píanó og fiðlu í c-moll eftir Ludwig. V. Beethoven. Verið hjartanlega velkomin, frítt inn!

Meðleikari er Richard Simm

Útskriftartónleikar: Friðrik Margrétar-Guðmundsson

Skipholt er byggt á textum eftir Adolf Smára Unnarsson, Birni Jón Sigurðsson, Matthías Tryggva Haraldsson og Stefán Ingvar Vigfússon sem voru skrifaðir sérstaklega fyrir verkið. Skipholt reynir að svara spurningum um sitt eigið form. Þáttakendur reyna að átta sig á eigin formfestu og öðrum formum sem fólk á það til að festa sig í. Er hringurinn æðsta formið eða eru það áformin um að komast í form? Form eins og formalín og frauðplast? Ég veit það ekki en ég veit að það er glatað að vera sagt upp í Skipholti.

Útskriftartónleikar: Ragnheiður Eir Magnúsdóttir

Ragnheiður Eir Magnúsdóttir hóf þverflautunám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 9 ára gömul. Þar lærði hún í mörg ár hjá Dagný Marinósdóttur og síðar hjá Jóni Guðmundssyni. Haustið 2014 hóf hún nám í Listaháskóla Íslands á hljóðfærakennarabraut þar sem hún hlaut leiðsögn hjá Martial Nardeau og síðar hjá Hallfríði Ólafsdóttir og Emilíu Rós Sigfúsdóttir. Einnig stundaði hún nám á saxafón nám hjá Guido Baumer.

Útskriftartónleikar: Arnar Freyr Valsson

Arnar Freyr hóf gítarnám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2001 og lauk burtfararprófi frá skólanum árið 2014, kennari hans var Þorvaldur Már Guðmundsson. Haustið 2014 hóf Arnar Freyr nám við Listháskólann og hefur kennari hans þar verið Svanur Vilbergsson. Arnar hefur sótt masterclass tíma hjá Arnaldi Arnarsyni, Pétri Jónassyni, Ögmundi Jóhannessyni, Shingo Fuji, Christopher Ladd.