
mynd // owen fiene
Read more
Föstudaginn 9.september mun ítalska tvíeykið Christina Baggio, sópran, og píanóleikarinn Cecilia Franchini flytja tónleika í Dynjanda, sal tónlistardeildar LHÍ. Prógramið ber yfirskriftina Venetian Lagoon eða Feneyska lónið og skartar hinum ýmsu gondólasöngvum í bland við önnur sönglög. Tónleikarnir hefjast kl.12:15, allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Miðvikudaginn 25.maí, munu sigurvegarar í keppninni Ungir Einleikarar 2022 flytja einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu og hefjast kl. 19:30.
Einleikararnir að þessu sinni eru þau Birkir Örn Hafsteinsson klarínettuleikari, Ingibjörg Ragnheiður Linnet trompetleikari og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir söngkona.