Rytmískir samspilstónleikar á Stúdentakjallaranum
Rytmískir samspilstónleikar á Stúdentakjallaranum
Samspilshópar úr rytmísku kennaranámi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands koma fram í Stúdentakjallaranum mánudaginn 4. apríl kl 21.
Að þessu sinni flytja þrír samspilshópar tónlist sem þeir hafa unnið að undanfarin misseri og að vanda má gera ráð fyrir að efnisskráin verði mjög fjölbreyttu móti.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
