Class: 
color2

Masterclass í tónlistardeild // Jerry Bergonzi

Masterclass // Jerry Bergonzi
11. október kl.13:00 í Dynjanda

Jerry Bergonzi spilar, spjallar og svarar spurningum í Dynjanda miðvikudaginn 11. október kl 13. Bergonzi er einn af virtustu jazzsaxófónleikurum samtímans og mikill spunakennslufrömuður. Einstakt tækifæri til að heyra og sjá mikinn meistara að störfum. Með honum verður kvartett skipaður þeim Carl Winther á píanó, Johnny Åman á kontrabasa og Anders Mogensen á trommur.

Viðburðurinn er í samstarfi við tónlistarskóla FÍH og MÍT.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

 

Gleym mér ei - Haust 2023

Gleym mér ei // Haustmisseri 2023
Röð hádegistónleika í Dynjanda og í Hafnarhúsinu.

Nemendur í söng og hljóðfæraleik við tónlistardeild
Listaháskóla Íslands gleðja gesti og gangandi með ljúfum hádegistónum á miðvikudögum á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu. Tónleikaröðin ber titilinn Gleym mér ei og er fastur liður á hverju misseri. Efnisskráin fléttast í kringum hin ýmsu viðfangsefni hverju sinni allt frá miðaldartónlist til söngleikja nútímans. Tónleikaröðin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

SAMAN í Dynjanda

SAMAN í Dynjanda
Föstudaginn 8.september kl.20:00, Skipholti 31.

Nemendur úr LHÍ og Conservatorio di Bolzano á Ítalíu hafa sett saman efnisskrá með glænýjum verkum fyrir kammersveit og leika þau undir stjórn Maurizio Colasanti frá Bolzano.