Rappresentazione di Anima, et di Corpo - Camerata og Kór LHÍ
Tónlistardeild Listaháskólans ræðst í flutning á tímamótaverki Emilios Cavalieris, Rappresentazione di Anima e Corpo. Verkið var frumflutt í Róm árið 1600 og prentað og gefið út það sama ár. Verkið telst vera fyrsta óratórían þar sem kór, einsöngvarar og hljómsveit sameinast í dramatísku tónleikhúsverki. Fyrsta óperan, Euridice eftir Jacopo Peri, leit dagsins ljós strax sama ár. Cavalieri stjórnaði þeirri sýningu á vegum Medici fjölskyldunnar. L'Orfeo eftir Monteverdi var svo samin sjö árum seinna.
