Class: 
color2

Útskriftartónleikar // MA tónsmíðar

Útskriftartónleikar // MA tónsmíðar
4.desember kl. 18:00 í Kaldalóni

Verk útskriftarnema í meistaranámi í tónsmíðum verða flutt í Kaldalóni þann 4.desember kl.18:00. Flutningurinn er í höndum Caput Ensemble og stjórnandi er Guðni Franzson.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Postponement
Samúel Jón Samúelsson

Besiege
Michelle Zen-in Cheng

The Oceanic Gaze
Isabelle Riche

The Opera Game
Rógvi á Rógvu

 

Hjálmar sjötugur

Hjálmar sjötugur í tónlistardeild föstudaginn 25. nóvember kl. 12:45

Í tilefni sjötugsafmælis Hjálmars H. Ragnarssonar tónskálds og fyrrverandi rektors LHÍ býður tónlistardeild til samtals við Hjálmar og mun Þorbjörg Daphne Hall dósent í tónlistarfræðum ræða við hann um verk hans og listrænan feril. Þar munu Herdís Anna Jónasdóttir og Áshildur Haraldsdóttir leika brot úr Noktúrnu fyrir fjölrása rafhljóð, sópran-rödd og altflautu (1977 / 2022) og Sif Tulinius mun leika brot úr Partítu fyrir sólófiðlu (2020) eftir Hjálmar og segja frá upplifunum sínum af verkunum.