LITASPJALD Í TÓNUM - Útskriftarverk úr MA námi í tónsmíðum

L I T A S P J A L D  Í  T Ó N U M

Útskriftarverk úr MA námi í tónsmíðum

Í Kaldalóni, Hörpu, sunnudaginn 1. maí frá kl. 16:00.

 

CAPUT og KAMMERKÓRINN HLJÓMEYKI

flytja verk eftir fjóra útskriftarnema í tveimur lotum:

 

kl. 16:00

Valborgarnótt (Walpurgis Night) eftir Magnús Skjöld

fyrir blandaðan kór og kammersveit

textar að mestu eftir Goethe, í þýðingu Yngva Jóhannessonar        

 

Adam Switala - Who needs chaos and why are we afraid of it?

FRÆÐASTOFA 1, SKIPHOLTI 31
10.JANÚAR // 12:45 - 13:45
 
Nú er vorönn tónlistardeildar hafin og því komið að fyrsta hádegisfyrirlestri annarinnar. Að þessu sinni mun listamaðurinn Adam Świtała halda fyrirlestur í fræðastofu 1, föstudaginn 10.janúar kl 12:45. Świtała mun fjalla um áhrif óreiðunnar á sköpun og miðlun flytjandans.
 

Frá fagstjóra

Það koma nemendur úr ýmsum áttum í MA nám í tónsmíðum við LHÍ, margir þeirra erlendis frá. Bakgrunnur þeirra er ýmist raftónlist, rituð hljóðfæratónlist, hljóðfæraleikur, kvikmyndatónlist, útsetningar, tónlistarrannsóknir eða lagasmíðar. Námið er þannig byggt upp að það getur tekið á móti svo fjölbreyttum hóp. Þótt viðfangsefnin séu margvísleg er nefnilega margt sem sameinar þá sem skapa og rannsaka tónlist á meistarastigi.

Christian Öhberg: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftartónleikar Christian Öhberg, meistaranema í tónsmíðum við tónlistardeild LHÍ, fara fram í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 5. maí kl. 17.  Þar flytur CAPUT-hópurinn verk hans Babylon X fyrir sópran, flautu, óbó, klarinett, franskt horn, básúnu, ney, oud, darbouka, riqq, bongó-trommur, fiðlu, víólu, selló og bassa. Verkið byggir á texta eftir Gustav Fröding í íslenskri þýðingu Atla Ingólfssonar

Við sama tækifæri flytur CAPUT-hópurinn verk eftir Svetlönu Veschaginu sem hefur einnig lagt stund á mastersnám í tónsmíðum við tónlistardeild LHÍ.