Masterklass í fiðlu
Masterklass í fiðlu með Réka Szilvay, prófessor við Sibelius Akademíuna í Helsinki, mánudag 17. október kl. 17–19:30 í Sölvhóli. Szilvay kennir nemendum LHÍ einnig í einkatímum dagana 12-14. október 2016.

Masterklass í fiðlu með Réka Szilvay, prófessor við Sibelius Akademíuna í Helsinki, mánudag 17. október kl. 17–19:30 í Sölvhóli. Szilvay kennir nemendum LHÍ einnig í einkatímum dagana 12-14. október 2016.
Útskriftartónleikar Ernu Völu Arnardóttur
Salurinn, Kópavogi.
27. maí kl. 20:00
Diplómagráða.
Erna Vala byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul í einkakennslu hjá Ásrúnu Ingu Kondrup. Árið 2005 byrjaði hún í Nýja Tónlistarskólanum, þar sem hún lærði hjá Jóni Sigurðssyni og Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hún kláraði framhaldspróf og tónleika vorið 2013, og sama ár byrjaði hún í Bakkalárnámi við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté.
Útskriftartónleikar píanóleikarans Lilju Maríu Ásmundsdóttur frá Listaháskóla Íslands verða í Salnum í Kópavogi þann 20. maí kl. 20:00. Flutt verða verk eftir Olivier Messiaen, Claude Debussy, Franz Liszt, Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, György Ligeti, Toru Takemitsu og Rodion Shchedrin.
Útskriftartónleikar Maríu Jönsson: Bach to the future
21. maí kl. 20.00 í Salnum í Kópavogi
Masterklass miðvikudaginn 27.apríl kl. 15:00 í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13.
Allir velkomnir!
Skoski píanóleikarinn Steven Osborne leikur nú einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í þriðja skipti. Hann vann til fyrstu verðlauna í Clara Haskil og Naumburg píanókeppnunum og árið 1999 hlaut hann heiðurstitil BBC “New Generation Artist”.
Píanóleikur og upptökur hans hafa hlotið frábæra dóma og viðurkenningar, m.a. BBC Music Award ‘Best of the Year’ Gramophone ‘Critics Choice’, Deutscher Schallplattenpreis, Gramophone Awards o.fl.
22.maí kl. 20:00
Salurinn, Kópavogi.
Stefán Ólafur Ólafsson mun halda útskriftartónleika sína í klarinettleik frá Listaháskóla Íslands sunnudaginn 22. maí 2016 kl. 20:00. Tónleikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi. Á efnisskrá eru verk eftir Paul Hindemith, Olivier Messiaen, Arthur Benjamin, Carl Maria von Weber og Jón Nordal.
Tónlistardeild Listaháskólans hefur ávallt haft það að leiðarljósi að fagna fjölbreytileikanum og efla nemendur sem sjálfstæða listamenn með sterka vitund fyrir nýsköpun, samfélagi og samstarfi. Fyrst og fremst viljum við þó skila út í samfélagið góðu tónlistarfólki sem verður komandi kynslóðum jafnt hvatning sem innblástur.
Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar.
Tónleika-masterklass í Sölvhóli á þriðjudaginn 5. apríl 2016 kl.17:30 - 20:00
Leiðbeinendur: Guðný Guðmundsdóttir, Einar Jóhannesson, Martial Nardeau, Peter Máté
Sérstakur gestur: Arnaldur Arnarson gítarleikari
Píanóleikarar: Kristján Karl Bragason, Richard Simm, Helga Bryndís Magnúsdóttir
Efnisskrá:
Maria Jönsson, flauta
J.S.Bach: Sónata í E-dúr