Útskriftartónleikar: Erna Vala Arnardóttir, píanó.

Útskriftartónleikar Ernu Völu Arnardóttur
Salurinn, Kópavogi.
27. maí kl. 20:00
Diplómagráða.

Erna Vala byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul í einkakennslu hjá Ásrúnu Ingu Kondrup. Árið 2005 byrjaði hún í Nýja Tónlistarskólanum, þar sem hún lærði hjá Jóni Sigurðssyni og Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hún kláraði framhaldspróf og tónleika vorið 2013, og sama ár byrjaði hún í Bakkalárnámi við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté. 

Píanómasterklass Steven Osborne

Masterklass miðvikudaginn 27.apríl kl. 15:00 í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13.

Allir velkomnir!

Skoski píanóleikarinn Steven Osborne  leikur nú einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í þriðja skipti. Hann vann til fyrstu verðlauna í Clara Haskil og Naumburg píanókeppnunum og árið 1999 hlaut hann heiðurstitil BBC “New Generation Artist”.

Píanóleikur og upptökur hans hafa hlotið frábæra dóma og viðurkenningar, m.a. BBC Music Award ‘Best of the Year’ Gramophone ‘Critics Choice’, Deutscher Schallplattenpreis, Gramophone Awards o.fl.

Frá deildarforseta

Tónlistardeild Listaháskólans hefur ávallt haft það að leiðarljósi að fagna fjölbreytileikanum og efla nemendur sem sjálfstæða listamenn með sterka vitund fyrir nýsköpun, samfélagi og samstarfi. Fyrst og fremst viljum við þó skila út í samfélagið góðu tónlistarfólki sem verður komandi kynslóðum jafnt hvatning sem innblástur.

Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar.