Frá deildarforseta

Tónlistardeild Listaháskólans hefur ávallt haft það að leiðarljósi að fagna fjölbreytileikanum og efla nemendur sem sjálfstæða listamenn með sterka vitund fyrir nýsköpun, samfélagi og samstarfi. Fyrst og fremst viljum við þó skila út í samfélagið góðu tónlistarfólki sem verður komandi kynslóðum jafnt hvatning sem innblástur.

Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar.

Tónleika-masterklass í Sölvhóli

Tónleika-masterklass í Sölvhóli á þriðjudaginn 5. apríl 2016  kl.17:30 - 20:00

Leiðbeinendur: Guðný Guðmundsdóttir, Einar Jóhannesson, Martial Nardeau, Peter Máté

Sérstakur gestur: Arnaldur Arnarson gítarleikari

Píanóleikarar: Kristján Karl Bragason, Richard Simm, Helga Bryndís Magnúsdóttir

Efnisskrá:

Maria Jönsson, flauta

J.S.Bach: Sónata í E-dúr

 

Tónleikamasterklass

Miðvikudaginn 2.mars býður tónlistardeild alla áhugasama velkomna á tónleikamasterklass þar sem nokkrir kennarar deildarinnar taka sameiginlega þátt í að leiðbeina nemendum. Leiðbeinendur að þessu sinni eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svanur Vilbergsson og Peter Máté.

Efnisskrá:

1. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran: W.A.Mozart: Ach ich fühl's úr Töfraflautunni 

2. Heiður Lára Bjarnadóttir, selló: César Franck: Sónata - 1.kafli

3.Óskar Magnússon, gítar: Mauro Giuliani: Grand Overture 

Masterklass í orgelleik

Masterklass í orgelleik.

Norski orgelleikarinn Inger-Lise Ulsrud kennir orgelnemendum Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar dagana 11. og 12. febrúar frá kl. 13-17 í Hallgrímskirkju.

Námskeið Inger-Lise verður tvíþætt, annars vegar orgelbókmenntir og hins vegar litúrgískt orgelspil og spuni. Námskeiðin eru opin nemendum LHÍ og félögum í FÍO.

Sunnudaginn 14. febrúar kemur Inger-Lise svo fram á tónleikum í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar. Tónleikarnir bera yfirskriftina Agnus Dei og eru helgaðir föstutónlist.