Masterclassar með ítalska píanistanum Pina Napolitano
Ítalski píanistinn Pina Napolitano mun halda tvo masterclassa dagana 22. og 23.október.
Napolitano er fædd og uppalin í Caserta á Ítalíu. Hún hóf nám í píanóleik aðeins 4 ára gömul hjá Guisi Ambrifi.
Hún hefur hlotið mastersgráðu í píanóleik frá The Music Academy of Pescara með sérstaka áherslu á tónlist 20.aldarinnar og hefur nú kennt í virtum tónlistarháskólum á Ítalíu.
Masterclassarnir fara fram í húsnæði tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Skipholti 31 í flyglasalnum á 3. hæð.
