Masterklassar með Marina Pliassova
Rússneski-norski píanistinn Marina Pliassova mun halda masterklassa dagana 21. og 22. janúar 2020. Pliassova er fædd og uppalin í Irkutsk, Rússlandi. Hún flutti til Noregs 1995 og er nú deildarstjóri píanódeildar “Ungir talentar” í Barratt Due Institute í Osló. Yfir 120 nemendur Marinu hafa unnið til verlauna í alþjóðlegum píanó- og kammertónlistarkeppnum. Marina hefur haldið tónleika, masterklassa og setið í keppnisdómnefndum víða um Evrópu.
Masterklassarnir fara fram í flyglasal tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Skipholti 31 og í Salnum MÍT, Skipholti 33.
