Masterklassar með Marina Pliassova

Rússneski-norski píanistinn Marina Pliassova mun halda masterklassa dagana 21. og 22. janúar 2020. Pliassova er fædd og uppalin í Irkutsk, Rússlandi. Hún flutti til Noregs 1995 og er nú deildarstjóri píanódeildar “Ungir talentar” í Barratt Due Institute í Osló. Yfir 120 nemendur Marinu hafa unnið til verlauna í alþjóðlegum píanó- og kammertónlistarkeppnum. Marina hefur haldið tónleika, masterklassa og setið í keppnisdómnefndum víða um Evrópu.

Masterklassarnir fara fram í flyglasal tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Skipholti 31 og í Salnum MÍT, Skipholti 33.

Adam Switala - Who needs chaos and why are we afraid of it?

FRÆÐASTOFA 1, SKIPHOLTI 31
10.JANÚAR // 12:45 - 13:45
 
Nú er vorönn tónlistardeildar hafin og því komið að fyrsta hádegisfyrirlestri annarinnar. Að þessu sinni mun listamaðurinn Adam Świtała halda fyrirlestur í fræðastofu 1, föstudaginn 10.janúar kl 12:45. Świtała mun fjalla um áhrif óreiðunnar á sköpun og miðlun flytjandans.
 

Píanómasterklass með Dragana Teparic

Serbneski píanóleikarinn Dragana Teparić heldur masterklass í flyglasal tónlistardeildar LHÍ þann 7.janúar kl. 14:00.

Dragana lauk mastersprófi frá The Faculty of Music í Belgrade undir leiðsögn Nevena Popović og Vladimir Milošević. Hún hefur sérstaka tengingu við hljóðfæri sitt og flutningur hennar einkennist af mikilli ástríðu og einstökum karakter.

Tónlistarfræðingurinn Srđan Teparić mun ferðast með Dragana til landsins en hann heldur fyrirlestur í Tónskóla Sigursveins.
Dragana mun einnig halda fleiri erindi hér á landi og er dagskrá þeirra eftirfarandi:

Hausttónleikar LHÍ // Píanónemendur

Nú líður að lokum haustannar og að venju munu nemendur tónlistardeildar ljúka önninni með árlegri hausttónleikaröð skólans.

Píanónemendur halda tvenna tónleika laugardaginn 14.desember í kirkju Óháða safnaðarins. Fyrri tónleikarnir hefjast kl 15:00 og þeir seinni kl 17:00.

Aðgangur ókeypis - Allir velkomnir.
________________________________________________________________

15:00 - Einleiksverk fyrir píanó

Þórir Hermann
Ásthildur Ákadóttir
Halldór Gylfason
Romain Þór Denuit

17:00 - Einleiksverk fyrir píanó og fjögur sönglög