Háskóladagurinn á Akureyri

Laugardaginn 19. mars frá kl. 12 - 15 verður Háskóladagurinn haldinn á Akureyri.

Þar geta áhugasamir kynnt sér allt það grunnháskólanám sem boðið er upp á á Íslandi á einum stað.

Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúnir til að spjalla við gesti dagsins.

Listaháskóli Íslands hvetur áhugasama til að nýta tækifærið og kynna sér hinar ýmsu námsleiðir á Háskóladeginum.

Að venju verður Listaháskóli Íslands með dagskrá á Háskóladeginum fyrir gesti til að fá enn betri innsýn inn í skólastarfið.

VELFERÐ: Ingimar Ólafsson Waage

VELFERРer opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2021-2022
 
Fyrirlestrarröðin fer fram í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91.
Fjórði fyrirlestur er þriðjudaginn 5. apríl kl. 15-16, í fyrirlestrarsal L193
 
Fyrirlesari: Ingimar Ólafsson Waage, lektor og fagstjóri við listkennsludeild
 

Velferð, farsæld og hið góða líf: Ævilangt ferðalag með listir í farteskinu