Hugmyndir í samtali frekar en eintali: Hönnun og nýsköpun

Miðvikudaginn 30. janúar stendur Icelandic Startups í samvinnu við LHÍ fyrir hádegisfyrirlestri um nýsköpun og mikilvægi hönnunar í frumkvöðlafyrirtækjum á Íslandi. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11 klukkan 12:15.

 
Á fyrirlestrinum verður verkefnið Til sjávar og sveita kynnt, en það er fyrsti viðskiptahraðallinn á Íslandi sem einblínir á nýjar lausnir og sjálfbærni í landbúnaði og sjávarútvegi.
 

Kristín Valsdóttir ver doktorsritgerð sína: Að verða listkennari – lærdómsferli listamanna

Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ ver doktorsritgerð sína Að verða listkennari – lærdómsferli listamanna þann 25. janúar kl. 13.00 í Hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands. 

 
Andmælendur eru dr. Rosie Perkins, Research Fellow í sviðslistum við Royal College of Music, London, og dr. Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
 

Reunion 2004, 2009 og 2014

Hollnemafélag Listaháskólans stendur um þessar mundir í fyrsta sinn fyrir árgangamóti.

Þeim sem tilheyra útskriftarárgöngum 2004, 2009 og 2014 er því boðið að koma og fagna 15 ára, 10 ára og 5 ára útskriftarafmælum sínum þann 19. janúar næstkomandi í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, 108 Rvk. 

 

Skráning fer fram í gegnum email, hollnemafelag [at] lhi.is