Class: 
color1

Útfrymi // Axel Gústavsson

Einkasýning Axels Gústavssonar Útfrymi opnar 5. október kl. 17:00 í Naflanum, Laugarnesi.
 
Hún hrellir hugsunina, hugleiðingin um samband okkar við raunveruleikann.
Raunveruleikinn stökkbreytist stöðugt,
knúin áfram af draugum fortíðar.
Á eftir þeim fylgja aðrar vofur sem laumast í núinu.
Þær fljóta í líkama, klifra upp í horugt nef og búa um sig í kollinum.

Below The Boardwalk // Oliver Devaney

Einkasýning Oliver's Devaney Below The Boardwalk opnar 5. október kl. 17:00 í Huldulandi, Laugarnesi. Sýningin er einnig opin laugardaginn 7. október og sunnudaginn 8. október kl. 14:00 - 17:00
 
Below the boardwalk there is a timeline stretched between the sand and over the tide by four separate moments. A moment of growth, a lesson in sound, saying farewells and and having to adapt. Each always leading back to the sand, back to the beach, below the boardwalk. To a safe space, a pause from the everyday, a break from everything.

GÁTT // Ævar Uggason

Einkasýning Ævars Uggasinar GÁTT opnar 5. október kl. 17:00 í Kubbnum, Laugarnesi. Sýningin er einnig opin laugardaginn 7. október og sunnudaginn 8. október kl.14:00 - 17:00.
 
Í gátt
milli stafs og hurðar,
hérs og þars,
innra og ytri
Gátt
fyrir ljósleka
flæði
fortíðar framtíðar
Gáttin teiknar
ramman og bilið
gáttin lekur.
Hún teiknar sig inní
togstreituna
hikið
hugleiðinguna
og gegnumbrotið

Moonless Nights // Birta Dröfn Kristjánsdóttir

Einkasýning Birtu Drafnar Kristjánsdóttur Moonless Nights opnar 28. septemer kl. 17:00 – 19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
 
Á tungl lausri nótt, þar sem ljósmengun nær ekki til, lá ég á jörðinni og starði upp á næturhimininn. Því meira sem augun mín aðlagast myrkrinu því fleiri stjörnur birtast mér. Þær virtust vera endalausar og ég varð heltekin af þeim.

re:fuse - Samsýning meistaranema í myndlist á Hjalteyri

Undanfarin sjö ár, hafa nemendur á fyrsta ári við meistaranám myndlistardeildar dvalið eina viku á Hjalteyri sem hluti af vinnustofu haustannar. Þau hafa sett upp sýningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri þar sem saga verksmiðjunnar og sérstaða staðarinns er efniviður og viðfangsefni verka þeirra. Að þessu sinni fer Hrafnhildur Helgadóttir, myndlistarmaður með nemendum norður og leiðir námskeiðið ásamt Gústav Geir Bollasyni, myndlistarmanni og stofnanda Verksmiðjunnar. Verkefnið er samvinnuverkefni Verksmiðjunnar á Hjalteyri og Listaháskóla Íslands. 
 

Lecture Series Fall 2023 – Department of Fine Art, Iceland University of the Arts

    Every semester a guest lecture series is held by the Department of Fine Art at the Iceland University of the Arts. Lectures are open to all, in and outside of the University.
    In five lectures over the course of the semester, artists and art professionals share their research, experimentation, art making, activism and speculative, collaborative and inclusive practices with us.