Class: 
color1

Fyrsta sýningin okkar saman, einhverjar spurningar? // Our first show together, any questions?

Fimmtudaginn 30. nóvember opna nemendur á fyrsta ári BA myndlistardeildar fyrstu sýningu sína: Fyrsta sýningin okkar saman, einhverjar spurningar?
 
Til sýnis verða verk sem nemendur hafa unnið að í námskeiðinu Leiðir og Úrvinnsla.
Verkin verða til sýnis á fyrstu hæð í Laugarnesinu, í sýningarsvæðunum Lísulandi, Naflanum, Huldulandi og á göngum skólans.
Sýningin verður opin frá 17:00 til 20:00 á fimmtudeginum, og frá 13:00 til 17:00 föstudag og laugardag.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur.

Um spítu // Ívar Ölmu Hlynsson

Einkasýning Ívars Ölmu Hlynssonar Um spítu opnar 16. nóvember kl. 17:00-19:00 í Huldulandi, Laugarnesi.
 
Spíta er tekin
og færð.
Brotin
og sett saman
aftur.
 
Skuggi leikur um
og telur tímann.
Önnur árstíð tekur við
og bíður fénu heim.
 
Lófi stríkur
og ber spítu
á milli staða.
Fingur vinna í
og skapa.
Hönd rífur,
dregur og slær.
 

Babies of Babylon // Alda Ægisdóttir

Einkasýning Öldu Ægisdóttur Börn Babýlons opnar 16. nóvember kl. 17:00-19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
 
Gefðu frá þér
eitthvað sem skiptir máli
holdið og barnið
lífið er hverfullt
gefðu eftir
Við æxlumst eins og blóm
en ástin er fórn
því ég er aðskilin þér
þar til við rennum saman
eins og regndropar
sem falla í hafið
 

Embracing Complexity: Information Arts and Speculative Design in a Multidimensional World // Vikram Pradhan

This lecture, Embracing Complexity, explores the transformative intersection of art, psychology, and speculative design within the context of diverse communities, human and non-human, in India, Kenya and Iceland. Delving deep into the psyche of individuals and communities, this session uncovers the profound impact of creative expression, speculative thinking, and psychological insights in shaping meaningful social change. 
 

Friðland að fjallabaki // Bjartur Elí Ragnarsson

Einkasýning Bjarts Elí Ragnarssonar Friðland að fjallabaki opnar 9. nóvember kl. 17:00-19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
 
Mosabólstraður reitur,
lokaður inni af bergmyndum,
í baug.
 
Þar situr strákurinn með stráið,
dulkornóttur,
á hnjánum.
 
Blár með hvítleitum doppum,
sá sami sem ég heyrði í
hinum megin við fjallið.
 

Brot og brot // Elín Elísabet Einarsdóttir

Einkasýning Elínar Elísabetar Einarsdóttur Brot og brot opnar 9. nóvember kl. 17:00-19:00 í Kubbnum, Laugarnesi.
 
verið velkomin í brot
ég skal sýna ykkur seigfljótandi kjarna
inn um lítið gat
komið nær:
kannski finnið þið
vísbendingar
 
komið nær, horfið lengur:
þá mótar fyrir einveruakstri
löngum heimferðum
hring eftir hring
 
komið nær:
kannski glittir í
tvískipta ævi,
vor í tvískiptri borg
 

Unearthed - Exhibition at the Nordic House

The exhibition Unearthed in the Greenhouse of the Nordic House, curated by Daria Testoedova MA Curatorial Practice student, is an investigation of the area Rauðhólar, located in the Heiðmörk recreational area. This exhibition presents a combination of artistic practice along with geological research. Through the sound installation, the artist aims to reconnect the origin of transplanted soil from Rauðhólar in its new location.