Class: 
color1

re:fuse - Samsýning meistaranema í myndlist á Hjalteyri

Undanfarin sjö ár, hafa nemendur á fyrsta ári við meistaranám myndlistardeildar dvalið eina viku á Hjalteyri sem hluti af vinnustofu haustannar. Þau hafa sett upp sýningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri þar sem saga verksmiðjunnar og sérstaða staðarinns er efniviður og viðfangsefni verka þeirra. Að þessu sinni fer Hrafnhildur Helgadóttir, myndlistarmaður með nemendum norður og leiðir námskeiðið ásamt Gústav Geir Bollasyni, myndlistarmanni og stofnanda Verksmiðjunnar. Verkefnið er samvinnuverkefni Verksmiðjunnar á Hjalteyri og Listaháskóla Íslands. 
 

Lecture Series Fall 2023 – Department of Fine Art, Iceland University of the Arts

    Every semester a guest lecture series is held by the Department of Fine Art at the Iceland University of the Arts. Lectures are open to all, in and outside of the University.
    In five lectures over the course of the semester, artists and art professionals share their research, experimentation, art making, activism and speculative, collaborative and inclusive practices with us.

Einkasýningar útskriftarnema BA í myndlist

Á tímabilinu 28. september - 16. nóvember stendur yfir röð einkasýninga útskriftarnema í bakkalárnámi í myndlist, alls 19 talsins.

Á hverjum fimmtudegi frá 28. september - 16. nóvember opna tvær til þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.