Class: 
color3

Sneiðmynd - Fínir drættir leturfræðinnar

Fínir drættir leturfræðinnar

Í þriðja fyrirlestri Sneiðmyndar, sameiginlegrar fyrirlestraraðar hönnunar- og arkitektúrdeildar, fjallar Birna Geirfinnsdóttir um bókina Detail in Typography eftir svissneska bókahönnuðinn Jost Hochuli. Birna hefur ásamt Gunnari Vilhjálmssyni, leturhönnuði, og Marteini Sindra Jónssyni, heimspekingi, lagt lokahönd á þýðingu bókarinnar sem er væntanleg á vormánuðum. Jost Hochuli hefur lengi notið al­þjóð­legrar hylli á sviði bókahönnunar. Hann hefur kennt um ára­bil, meðal annars í Zürich og í heimabæ sínum St. Gallen í Sviss.

Loksins Loksins

Loksins Loksins
sýning 3 árs nema í grafískri hönnun

 
Föstudaginn 1. október klukkan 17:00 opna nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ sýninguna Loksins Loksins  þar sem afrakstur námskeiðisins „Verksmiðjan“ verður sýndur. Á námskeiðinu hafa þau unnið að heildarútliti fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki. Sýningin fer fram í matsal Listaháskólans við Þverholt 11, gengið er inn um aðalinngang og þaðan inn í matsalinn á fyrstu hæð.