Class: 
color3
Lengi hefur sjórinn tekið við/Sea the pHuture
Flotgler/Float Glass
Fundið fé/The Golden Fleece
Love letter to Litla-Kongó

Leiðsögn sýningastjóra útskriftarsýningar BA nemenda í arkitektúr, hönnun og myndlist.

Sýningastjórar leiða gesti um sýningu nemenda frá kl.12:00 til 15:00.

 

Kl:12:00 Leiðsögn sýningastjóra í arkitektúr

               Hjördís Sóley Sigurðardóttir

 

Kl:13:00 Leiðsögn sýningastjóra í hönnun

               Adam Flint sýningastjóri í grafískri hönnun

               Rúna Thors sýningastjóri vöruhönnunar

               Þórunn María Jónsdóttir sýningastjóri í fatahönnun.

 

Kl:14:00 Leiðsögn sýningastjóra í myndlist

               Arnar Ásgeirsson

 

Sýning fatahönnunarnema á 1. og 2. ári

Nemendur á 1. og 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands sýna lokaverkefni annarinnar. 
Nemendur fyrsta árs sýna flík sem þau hafa hannað og útfært með Arnari Má Jónssyni og gefa innsýn í hönnunarferlið.
Annað árið sýnir tilraunir og verkefni sem þau hafa unnið með E-textíl í nýsköpunaráfanga með Sophie Skach.
 
Öll velkomin í vinnustofur fatahönnunarnema á 2. hæð í Þverholti 11, fimmtudaginn 11. maí kl. 17-19.

Birkiverk // Birchcraft

Nemendur í vöruhönnun bjóða ykkur velkomin á sýninguna Birkiverk sem verður haldin í Skógaræktafélagi Kópavogs fimmtudaginn 11. maí milli 16:00-19:00. Þar verður hægt að sjá mismunandi verkefni nemenda sem eiga það sameiginlegt að tengjast birki á einn eða annan hátt.Síðan í febrúar hafa nemendur verið að vinna með og rannsaka íslenska birkið og hafa gert fjölbreyttar tilraunir út frá ólíkum sjónarhornum.