Class: 
color3

Sneiðmynd: Katrín Ólína Pétursdóttir

Sneiðmynd: Katrín Ólína Pétursdóttir - „Samband mitt við teikniforritið Adobe Illustrator“ 

Sneiðmynd, fyrirlestrarröð arkitektúr- og hönnunardeilda Listaháskóla Íslands hefst miðvikudaginn 19. október næst komandi.
 
Fyrsti fyrirlesari skólaárið 2022- 2023 er Katrín Ólína Pétursdóttir, hönnuður og deildarforseti hönnunardeildar með fyrirlesturinn „Samband mitt við teikniforritið Adobe Illustrator“. Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 19. október klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11. Öll hjartanlega velkomin.