Útskriftarverk í skapandi tónlistarmiðlun.

Útskriftarnemendur í skapandi tónlistarmiðlun eru fjórir í ár. Þrír af þeimr halda sameiginlega útskriftarhátíð í Tjarnarbíói 11. maí. Fjórði nemandinn, Bjarmi, er með sitt verk 10.maí.
Skapandi tónlistarmiðlun er námsbraut sem er hugsuð fyrir fjölhæft og skapandi tónlistarfólk sem vill bæði nýta tónlistarhæfileika sína til að gefa af sér, virkja tónlistargáfur annarra og vinna að fjölbreytilegri tónsköpun og flutningi.

19:00. Ingibjörg Fríða Helgadóttir
20:00. Höskuldur Eiríksson
21:00. Eiríkur Ólason

Styrktarþjálfun fyrir hljóðfæraleikara

10. maí kl. 18:00
Sölvhóli

Í lokaritgerðinni minni fjallaði ég um vöðvanotkun hljóðfæraleikara og velti því fyrir mér hvort líkamsrækt geti bætt tónlistarflutning. Síðustu vikur hef ég verið með nokkra nemendur úr tónlistardeild Listaháskólans á sérútbúnu styrktarprógrami sem innhalda aðallega æfingar sem styrkja þá vöðva sem mest eru notaðir við tónlistarflutning og mun ég meðal annars sýna afrakstur þeirrar vinnu. Einnig mun ég leiða hópinn í gegnum frumsaminn lykkjuspuna auk þess sem að Sergei Rachmaninoff fær að finna fyrir því.

Skapandi tónlistarmiðlun

Tónleikamasterklass

Miðvikudaginn 2.mars býður tónlistardeild alla áhugasama velkomna á tónleikamasterklass þar sem nokkrir kennarar deildarinnar taka sameiginlega þátt í að leiðbeina nemendum. Leiðbeinendur að þessu sinni eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svanur Vilbergsson og Peter Máté.

Efnisskrá:

1. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran: W.A.Mozart: Ach ich fühl's úr Töfraflautunni 

2. Heiður Lára Bjarnadóttir, selló: César Franck: Sónata - 1.kafli

3.Óskar Magnússon, gítar: Mauro Giuliani: Grand Overture