Ómkvörnin
Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Þar eru flutt ný verk eftir tónsmíðanemendur skólans af hljóðfæraleikurum skólans sem og tónlistarfólki annarsstaðar frá.
Hátíðin er í Kaldalón sal, stendur yfir dagana 22. – 23. maí og samanstendur af þrennum tónleikum; kl. 18:00 og 20:30 fyrri daginn og kl. 18:00 seinni daginn.
Listaháskóli Íslands hvetur alla þá sem hafa áhuga á nýrri íslenskri samtímatónlist að mæta á hátíðina.
Ókeypis aðgangur er á Ómkvörnina.
Dagskrá:
