Útskriftartónleikar meistaranema í tónsmíðum
Útskriftarverk Atla K. Petersen og Björns Pálma Pálmasonar úr meistaranámi í tónsmíðum verða flutt af Caput, undir stjórn Guðna Franzsonar, í Sölvhóli, föstudaginn 19. Maí kl. 20.
Atli K. Petersen lauk prófi frá Blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1988, þar sem kennarar hans voru m.a. Kjartan Óskarsson og Oddur Björnsson. Atli hefur stundað kennslu og unnið að tónsmíðum og útsetningum í Færeyjum síðan hann lauk námi.
Leiðbeinendur Atla í tónsmíðum undanfarin tvö ár hafa verið Úlfar I. Haraldsson og Áskell Másson.
