Andrés Þór Þorvarðarson: Útskriftarhátíð LHÍ
Verkið „gangatúr“ eftir Andrés Þór Þorvarðarson verður flutt í Gerðarsafni, Kópavogi, miðvikudaginn 1. maí kl. 17. Flytjendur eru Sólrún Ingimarsdóttir, María Sól Ingólfsdóttir, Sigurlaug Björnsdóttir og Símon Karl Sigurðarson Melsteð. Öll velkomin - aðgangur ókeypis en tónleikarnir eru hluti af Útskriftarhátíð LHÍ.
