Hilma Kristín Sveinsdóttir: Útskriftarhátíð LHÍ
Hilma Kristín Sveinsdóttir útskrifast frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands í vor og heldur útskriftartónleika sína fimmtudaginn 25. apríl kl. 20, í Stúdíó Sýrlandi, Vatnagörðum 4. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Verkið „ég segi þér bara meira seinna“ er samið fyrir átta flytjendur og samanstendur af fimm lögum. Lögin eru sjálfstæðar einingar fyrir mismunandi samsetningar flytjendanna en öll unnin úr sama jarðvegi.
