RíT-málstofa: Bragur og rödd

Rannsóknastofa í tónlist (RíT) við Listaháskóla Íslands efnir til málstofu um samband tónlistar og tungumáls. Samband texta og tónlistar á sér langa sögu og hafa þessi fyrirbæri ávallt eflt og mótað hvort annað í gegnum aldirnar. En hvar liggur tónlist textans, er hegðun ljóðsins eða tungumálsins ávallt tónlistarlegs eðlis, hvernig mótast merking raddarinnar í gegnum hryn og hendingar? Velt verður upp spurningum af þessu tagi í fjórum stuttum erindum sem varpa ljósi úr ólíkum áttum á samband bragarins og raddarinnar.

Allir áhugasamir velkomnir.

Opnar málstofur tónsmíðanema 2019 - 2020: Judy Lochhead

Bandaríski tónlistarfræðingurinn Judy Lochhead fjallar um verkið Emilie Suite (2011) fyrir sópran og kammersveit eftir Kaija Saariaho í opinni málstofu tónsmíðanema. 

Hvenær: Föstudaginn 11. október 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík
Fyrirlesturinn er á ensku. Öll hjartanlega velkomin.

Opnar málstofur tónsmíðanema 2019 - 2020: Haukur Tómasson

Opnar málstofur tónsmíðanema hefja göngu sína á ný föstudaginn 20. september 2019. Haukur Tómasson er fyrsti gestur haustsins og fjallar um tónsmíðar sínar og tónsmíðaaðferðir. 

Hvenær: Föstudaginn 20. september 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík
Öll hjartanlega velkomin.

Um Hauk Tómasson:

Programme Director Note

The composition programme at the Arts University give students good comprehensive basic education and prepare them  for creative work in the field of arts and culture. Emphasis is put on preparing students for further education, systematically teaching  them methods of composition, writing for musical instruments and electronics alike and training them in academic methods.