RíT-málstofa: Bragur og rödd

Rannsóknastofa í tónlist (RíT) við Listaháskóla Íslands efnir til málstofu um samband tónlistar og tungumáls. Samband texta og tónlistar á sér langa sögu og hafa þessi fyrirbæri ávallt eflt og mótað hvort annað í gegnum aldirnar. En hvar liggur tónlist textans, er hegðun ljóðsins eða tungumálsins ávallt tónlistarlegs eðlis, hvernig mótast merking raddarinnar í gegnum hryn og hendingar? Velt verður upp spurningum af þessu tagi í fjórum stuttum erindum sem varpa ljósi úr ólíkum áttum á samband bragarins og raddarinnar.

Allir áhugasamir velkomnir.

Opnar málstofur tónsmíðanema 2019 - 2020: Judy Lochhead

Bandaríski tónlistarfræðingurinn Judy Lochhead fjallar um verkið Emilie Suite (2011) fyrir sópran og kammersveit eftir Kaija Saariaho í opinni málstofu tónsmíðanema. 

Hvenær: Föstudaginn 11. október 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík
Fyrirlesturinn er á ensku. Öll hjartanlega velkomin.

Opnar málstofur tónsmíðanema 2019 - 2020: Haukur Tómasson

Opnar málstofur tónsmíðanema hefja göngu sína á ný föstudaginn 20. september 2019. Haukur Tómasson er fyrsti gestur haustsins og fjallar um tónsmíðar sínar og tónsmíðaaðferðir. 

Hvenær: Föstudaginn 20. september 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík
Öll hjartanlega velkomin.

Um Hauk Tómasson: