Tónleikamasterklass

Miðvikudaginn 2.mars býður tónlistardeild alla áhugasama velkomna á tónleikamasterklass þar sem nokkrir kennarar deildarinnar taka sameiginlega þátt í að leiðbeina nemendum. Leiðbeinendur að þessu sinni eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svanur Vilbergsson og Peter Máté.

Efnisskrá:

1. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran: W.A.Mozart: Ach ich fühl's úr Töfraflautunni 

2. Heiður Lára Bjarnadóttir, selló: César Franck: Sónata - 1.kafli

3.Óskar Magnússon, gítar: Mauro Giuliani: Grand Overture 

Atli Örvarsson, kvikmyndatónskáld, heldur fyrirlestur hjá tónsmíðanemum föstudaginn 26. febrúar kl. 12:45-14:45. Fyrirlesturinn verður í stofu 533, Sólvhólsgötu 13, 3. hæð.

Atli hefur starfað sem kvikmyndatónskáld í Hollywood í um það bil 20 ár og  samið tónlist við fjölda mynda og sjónvarpsþátta. Á síðasta ári samdi hann að auki tónlist við hina rómuðu íslensku kvikmynd Hrúta sem hefur rakað inn verðlaunum á kvikmyndahátíðum víð um heim m.a. má nefna að Atli fékk  Hörpuna, norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin, fyrir tónlist sína í Hrútum. http://www.atliorvarsson.com

Masterklass í tónsmíðum: Tónskáldið, Þuríður Jónsdóttir

Þuríður Jónsdóttir, tónskáld, nam þverflautuleik og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Konservatoríið í Bologna á Ítalíu þar sem hún lauk diplómagráðu í flautuleik, tónsmíðum og raftónlist. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá Franco Donatoni hjá Accademia Chigiana í Siena á Ítalíu og hjá Alessandro Solbiati hjá Accademia di Novara á Ítalíu.

Fyrirlestur: Kira Kira

Kira Kira heldur fyrirlestur og spjallar við tónsmíðanemendur í tónlistardeild LHÍ, föstudaginn 4. des. kl. 12:45-14:45. Fyrirlesturinn fer fram í Sölvhóli og er öllum opinn.

Drekaflugur geta hreyft vængi sína í fjórar mismunandi áttir samtímis. Það lýsir Kiru Kiru ágætlega,
en hún hefur verið hreyfiafl í framsæknu íslensku listalífi um árabil, einkum í raftónlist, myndlist, kvikmyndum og tilraunakenndu útvarpi.

Composition

In the BA programme in Composition, students can study conventional composition or new media, where emphasis is placed on the use of electronic and computer technology to create music. Students also have the option of combining the two tracks, as well as taking elective courses in film music, theatre music, and recording engineering.

Read more