Bátur, setning, þriðjudagur // BA myndlistarnemar á Seyðisfirði

Verið velkomin á sýningaropnun myndlistarnema LHÍ í Skaftfelli á föstudaginn 26. janúar klukkan 17.00 til 20.00 í galleríi Skaftfells.
 
Sýningin 'Bátur, setning, þriðjudagur' er afrakstur tveggja vikna dvöl myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði þar sem hópur þriðja árs nema hafa unnið hörðum höndum undir leiðsögn Gunnhildar Hauksdóttur myndlistamanns, sem dvaldi sjálf á Seyðisfirði árið 2001 ásamt samnemendum sínum í LHÍ þegar sambærileg vinnustofudvöl var haldinn í fyrsta sinn undir handleiðslu Björns Roth.

Vinnustofa í borginni

Við dvöldum í húsum sem hafa færst um set og hvert skráargat á sína sérstöðu. Jörðin snýst um möndul sinn einu sinni á sólarhring en við … já við og við búum yfir djúpsálarlegum tíma. Eins skips skaði verður að annarra manna listasmíði og viðinn hríðrekur að landi. Milljón jarðir komast fyrir í sólinni og engin manneskja hefur setið á sama stað. Héðan úr staðgnóttinni glittir í staðfestur – héðan er alls að vænta.
 

Um spítu // Ívar Ölmu Hlynsson

Einkasýning Ívars Ölmu Hlynssonar Um spítu opnar 16. nóvember kl. 17:00-19:00 í Huldulandi, Laugarnesi.
 
Spíta er tekin
og færð.
Brotin
og sett saman
aftur.
 
Skuggi leikur um
og telur tímann.
Önnur árstíð tekur við
og bíður fénu heim.
 
Lófi stríkur
og ber spítu
á milli staða.
Fingur vinna í
og skapa.
Hönd rífur,
dregur og slær.
 

Babies of Babylon // Alda Ægisdóttir

Einkasýning Öldu Ægisdóttur Börn Babýlons opnar 16. nóvember kl. 17:00-19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
 
Gefðu frá þér
eitthvað sem skiptir máli
holdið og barnið
lífið er hverfullt
gefðu eftir
Við æxlumst eins og blóm
en ástin er fórn
því ég er aðskilin þér
þar til við rennum saman
eins og regndropar
sem falla í hafið
 

Brot og brot // Elín Elísabet Einarsdóttir

Einkasýning Elínar Elísabetar Einarsdóttur Brot og brot opnar 9. nóvember kl. 17:00-19:00 í Kubbnum, Laugarnesi.
 
verið velkomin í brot
ég skal sýna ykkur seigfljótandi kjarna
inn um lítið gat
komið nær:
kannski finnið þið
vísbendingar
 
komið nær, horfið lengur:
þá mótar fyrir einveruakstri
löngum heimferðum
hring eftir hring
 
komið nær:
kannski glittir í
tvískipta ævi,
vor í tvískiptri borg
 

Tak steininn, en gef ungann lausan // Íris Eva Ellenardóttir Magnúsdóttir

Einkasýning Írisar Evu Ellenardóttur Magnúsdóttur, Tak steininn, en gef ungann lausan, opnar 26. október kl. 17:00 - 19:00 í Kubbnum, Laugarnesi.
 
Á fjalli nokkru er vatn,
lítið en afar djúpt
og í því synda steinar.
Brunnur með gullituðu vatni
Umluktur háum hömrum.
Við sjó,
þegar tungl er nítján nátta
og sól í fullu suðri.
Í gini ungans.
Á hellusteini
hlaupa smásteinar
og hoppa hvur yfir annan
eins og lömb að leika sér um stekk.