Class: 
color5

Opinn fyrirlestur í Laugarnesi: Haukur Ingi Jónasson

Leiðtogahlutverkið-
Listin í samskiptum

 
Haukur Ingi Jónasson er lektor í Háskólanum í Reykjavík, ráðgjafi, sálgreinir og sérfræðingur í leiðtoga- og samskiptafærni. 
 
Haukur Ingi fjallar um leiðtogahlutverkið og listina í samskiptum í opnum fyrirlestri í Laugarnesinu, föstudaginn 29. mars kl. 13 - 13.50.
 
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku, öll velkomin.
 
 

Vísindagaldrar! Smiðja fyrir alla aldurshópa á Háskóladaginn 2019

Háskóladagurinn 2019​ fer fram laugardaginn 2. mars frá kl. 12 - 16.
 
Í Laugarnesinu verður fjölbreytt dagskrá frá öllum deildum LHÍ og býður Listkennsludeild Listaháskóla Íslands​ gestum að taka þátt í „Vísindagöldrum“ - smiðju fyrir alla aldurshópa, á mörkum lista, vísinda og galdra mili kl. 13-15. 
 

Opinn fyrirlestur í Laugarnesi: Baldur Pálsson

Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnessbæjar, heldur opinn fyrirlestur í Laugarnesi föstudaginn 8. febrúar. 

 

Miðlun siðferðislegra gilda í skólastarfi

 
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hlutverk skóla við miðlun siðferðislegra gilda með áherslu á ábyrgð og skyldur kennara og stjórnenda.
 
Rætt verður um mikilvægi umræðu um siðferðisleg gildi og árangursríkar leiðir við miðlun þeirra.