Dagur #1 Hönnun & Arkítektúr

Í dag ríður hönnunar- og arkítektúrdeild á vaðið og veitir innsýn inn í starf deildarinnar. 

Hægt verður að fylgjast með Birnu Sísí Jóhannsdóttur nema á fyrsta ári í vöruhönnun á Instagraminu okkar. 

Svo minnum við á nýtt og gamalt en gott efni sem við ætlum að deila á Facebook. 

Við hvetjum ykkur til þess að senda inn spurningar bæði á Instagraminu sem og á Facebook

Jan Gehl í Gamla Bíói

Hinn þekkti danski arkitekt Jan Gehl heldur fyrirlestur í Gamla bíói fimmtudaginn 15. nóvember nk.
kl. 17:00
í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar bókarinnar Mannlíf milli húsa (Livet mellem husene).

Í fyrirlestrinum setur Jan Gehl viðfangsefni bókarinnar í samhengi við þróun borga og byggða í samtímanum. Einnig fjallar hann um aðferðarfræðina sem bókin sprettur úr og áhrif hennar víða um heim.
 
Therapeutic Abode