Kirsuberjagarðurinn

KIRSUBERJAGARÐURINN EFTIR ANTON CHEKHOV

20.aldar verkefni í senuvinnu 3.árs leikaranema

 

Verkefnið spannar sex vikna tímabil rannsóknar – og úrvinnslu 3.árs leikaranema á Sviðslistardeild LHÍ á styttri endurgerð Stefáns Halls Stefánssonar leikstjóra á þýðingu Jónasar Kristjánssonar frá 2011.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Myndlistardeild, Fatahönnunardeild og Tónlistardeild LHÍ.

 

LEIKARAR:

ÁRNI BEINTEINN ÁRNASON

EBBA KATRÍN FINNSDÓTTIR

ELÍSABET S. GUÐRÚNARDÓTTIR

Litla sviðslistahátíðin

 

Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands býður til sviðslistaVEISLU á nemendaverkum 2. árs nema dagana 11. - 17. maí.

Boðið er upp á einstaklingsverkefni sviðshöfunda, einleiki leikara, danskvikmyndir, kvikmyndaverkefni leikara og afrakstur vinnusmiðjunnar The extreme body.

 

Hér má finna dagskrá hátíðarinnar, miðapantanir (þegar það á við) eru á midisvidslist [at] lhi.is

Frítt er inn á alla viðburði.

 

Dagskrá

 

Kvikmyndir - 2.ár leikarar

Kvikmyndir 2. ár leikara

 

Leikaranemar á 2. ári munu sýna afrakstur 4 vikna námskeiðis í kvikmyndum undir stjórn Óskars Jónassonar.

 

Í námsskeiðinu fá nemendurnir tíu frekari þjálfun í kvikmyndaleik þar sem áhersla er lögð á tæknilega vinnu leikararns fyrir framan linsuna, allt frá undirbúningi til upptöku.

 

Afraksturinn verður sýndur miðvikudaginn 17.maí

Nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar.

 

Allir velkomnir