A SPECTACULAR SYMPOSIUM

Sviðslistadeild í samvinnu við Every Body´s Spectacular sviðslistahátíðina bjóða upp á málþing í Laugarnesinu dagana 14. - 16.11.2018.

Fyrirlestrar, örnámskeið eru meðal þess sem við bjóðum upp á. Við hefjum alla morgnanna á hafragraut og kaffi í boði deildarinnar í mötuneytinu. 

//

Málstofa/Artists talk - Halldóra Geirharðsdóttir

Að finna erindi inn í markaðsleikhúsi, að elska það aðgengilega ..  og finnast það einhvers virði.  

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og fagstjóri leikarabrautar er gestur Málstofu að þessu sinni.

Hún mun fjalla um starfsaðferðir sína og hlutskipti sitt sem leikkona.

 

Finding your purpose in the marketing - theater,

loving the mainstream and really feel its worth something.

Halldóra Geirharðsdóttir actress and program director of the actors programme is this weeks guest in Artist talk.

BRANSINN - REVÍA

BRANSINN -  REVÍA er bráðfyndið verk eftir leiklistar- og tónlistarnemendur Listaháskólans undir handleiðslu Dóru Jóhannsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Sigurðar Halldórssonar. 

Verkið er samstarfsverkefni sviðlista- og tónlistardeildar Listaháskólans þar sem unnið var með samsköpunar aðferðir. Hópurinn vann satíru-kómedíu-senur útfrá samtölum, samvinnu, spuna og skrifum.

Tónlist og hljóðmynd er frumsamin af hópnum. Ferlið einkenndist af mikilli leikgleði og við viljum smita ykkur. 

Lík af aumingja

Nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, Lík af aumingja verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á laugardaginn 12. maí kl. 14:00. 

Verkið er skrifað fyrir útskriftarárganginn okkar af leikarabraut sviðlistardeildar. Útskriftarárgangurinn allur leikur í verkinu en það eru þau Árni Beinteinn Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Elísabet S. Guðrúnardóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Hákon Jóhannesson, Hlynur Þorsteinsson, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórey Birgisdóttir.
Leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson.

Útskriftverk sviðslistadeildar vor 2018

Við erum stolt af útskriftarefnunum okkar sem sýna fjölbreytt verk núna í vor.

Þetta eru leikarar, samtímadansarar og sviðshöfundar.

Ykkur til hagræðingar má finna alla dagskrána hér.

Miðapantanir hefjast mánudaginn 7. maí á tix.is. Við hlökkkum til að sjá ykkur flest.