„En barnið tilheyrir engum nema sjálfu sér og stjörnunum“
Ragnheiður Íris Ólafsdóttir

Einn. Að falla af stökkpallinum, skella í vatnið og láta sig sökkva.
Eigin hugsanir óma í hljómleysunni.

Tveir. Finna fyrir þrýstingnum. Eyrun fara að öskra!
Sársaukinn fer djúpt. Höfuðpína, bull og vitleysa.

Þrír. Að anda. Að anda og finna loftið fylla líkamann.
Að vakna. Að vakna og átta sig á því að þú ert kominn upp úr kafi.

Smelltu hér til þess að sjá viðburðinn á facebook.

screenshot_2022-09-20_at_21.54.12_ragnheidur_iris_olaf.png
 

Ragnheiður Íris Ólafsdóttir

Ragnheiður Íris er þreytt öllu þessu gráa sem umlykur okkur. Hún reynir því að sjá litina í umhverfi sínu og að brjótast út úr gráa litnum. Í gegnum allt sér hún síðan línu. Línan tengir og slítur en hún fangar hana í formi garns eða blýants, leikur sér með hana og beygir hana. Kvenleiki, minningarbrot, dagbókarskrif og draumar eru ofin saman við línuna og saman mætast þau ljósinu og litunum undir höndum Ragnheiðar og eitthvað nýtt verður til.