Þerney Resort

„Dýrin eiga skilið smá frí frá áreiti“  
– Valdi starfsmaður Fjölskyldu og- húsdýragarðsins

Með því að styrkja verkefnið Þerney Resort axlar þú að nokkru ábyrgð á húsdýrum í eigu Reykjavíkurborgar. Þar með leggur þú þitt af mörkum til að auka lífsgæði þeirra rétt eins og þú gerir fyrir gæludýrið þitt heima. Allur ágóði verkefnisins fer í að byggja sérhannaðann leikvangur fyrir húsdýr. Leikvang þar sem að  þau geta fengið sumarfríið sem þau eiga skilið. Þerney Resort er verkefni sem fjallar um réttindi dýra og hvernig maðurinn beitir mismunandi húsdýrum ólíkum viðhorfum sem endurspeglast í ólíkri framkomu mannsins gagnvart þeim. Húsdýr hafa fylgt manninum alla tíð og hefur nýting á þeim spilað lykilhlutverk í þróun samfélaga.