Sláðu inn leitarorð
Emilía Kristín Ívarsdóttir
Samlífi
Samlífi
Samlífiskenningin greinir frá því hvernig fruman, smæsta lifandi eining lífvera, þróaðist í samlífi við bakteríu. Við það varð til nýtt frumulíffæri, hvatberi, sem sér frumunni fyrir næringu. Í Hvalfirði mun nýtt samfélag innan Hvalstöðvarinnar taka á sig mynd frumunnar og samfélag sjávarbænda, sem stundar þararæktun í mótvægisskyni gegn skaðlegum áhrifum iðnaðar og landbúnaðar á hafið, mun taka á sig mynd hvatberans.
Í samfélaginu munu gamlar byggingar og nýjar, nýr iðnaður og gamall, lifa í samlífi við hvort annað og vinna saman að fullkomnu jafnvægi líkt og líffæri frumunnar.
