Sláðu inn leitarorð
Embla Óðinsdóttir
Systir vinkonu mömmu minnar sagði …
Systir vinkonu mömmu minnar sagði …
„Sko þetta er satt! Bróðir vinkonu frænku minnar sagði mér þetta og ég treysti honum.“ Flökkusagnir eru stuttar sögur sem hafa flakkað munnlega frá manni til manns í gegnum tíðina. Þær hafa yfirleitt upphaf, miðju og endi – og alltaf smá dass af ýkjum eða beinlínis haug af lygum. Var köttur settur inn í örbylgjuofn og getur mávur í raun og veru numið hvolp á brott? Skiptir það einhverju máli að þessar sögur séu sannar eða ekki? Og afhverju hafa allir heyrt flökkusögn? Fimmtíu árum frá deginum í dag munum við enn heyra keimlíkar sögur.
