Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
BA Myndlist 2017
elsamaria [at] gmail.com

 

Það er fylgifiskur tilverunnar að deila henni. Samvistir manna og dýra hafa alltaf verið til staðar og eru eins konar fasti innan tilverunnar. Sífellt, missýnilegt samtal er í gangi, þar sem er gefið og þegið á ólíkum plönum.

Þessar samvistir hafa sérstöðu innan og utan tegunda þar sem þær leika lykilhlutverk í möguleikanum til þess að geta nálgast vistvæna tilvist.

Þetta eru samskipti sem menn og aðrar tegundir sækjast eftir og reiða sig á, oft á ómeðvitaðan máta. Þau hjálpa í því að viðhalda tengingu við jörðina og ræturnar; það sem má ef til vill telja hin upprunalegu og einlægu tengsl sem hafa að einhverju leyti misst sýnileika sinn eða vægi.

Með leir og texta sem miðil þreifa ég á þessum núningi; andleg og líkamleg samskipti á milli tegunda formgerast í túlkun minni í samvinnu við efnið og orðin.

Ég endurskoða þetta samband, athuga nærumhverfið og einkalífið og geri tilraun til þess að skilgreina hlutverk og mikilvægi millitegundatengsla í lífi vera. Nándin öðlast form þar sem efni þess leikur staðgengil þeirra tegunda sem eiga í hlut og varpar ljósi á eðli tengslanna.