Átta blaða rósin - þvermenningarleg listasmiðja

,,Þetta er gullið mitt sem ég seldi allt smyglurunum til að komast hingað”

 
 
Verkefnið hlaut styrk frá menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar.
 
Verkefnið er byggt á listasmiðju sem haldin var í Gerðubergi í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts og Rauða kross Íslands.
 
Konurnar sem tóku þátt voru bæði af íslenskum og erlendum uppruna.
 
Þær konur sem eru af erlendum uppruna eru allar kúrdar og komu allar til landsins á síðasta ári frá Írak í þeirri vona að eiga gott líf í landi þar sem friður ríkir.
 
Sumar eru komnar með hæli sem flóttamenn ein kvennanna er búin að fá synjun á umsókn um hæli og veit ekki hvenær henni, ungum syni og eiginmanni verður vísað af landi brott. Á meðan bíða aðrar á milli vonar og ótta um hvort beiðni þeirra um hæli verður samþykkt eða synjað.
 
Verkefnið skerpti mína sýn á möguleika skapandi vinnu og hversu gott það er að setja sér starfskenningu til þess að skoða hvaða þættir virka. Eitt af því sem reyndist mjög gagnlegt fyrir mig var að skoða íslömsk viðhorf til menntunar.
 
Það kom mjög skýrt fram hjá þátttakendum hversu miklu máli það skiptir þá að þeirra menntun nýtist fleirum en þeim persónulega og hafi áhrif á samfélagið til hins betra.
 
Við framkvæmd verkefnissins var skapandi þátturinn lykilatriði. Hugmyndafræði samfélagslegrar listar varð höfð að leiðarljósi og þátttakendur réðu ferðinni.
 
Hlutverk mitt var fyrst og fremst að hlusta og í framhaldinu leggja þeirra hugmyndum lið hvort sem um var að ræða kynningu á mat frá þeirra upprunalandi eða koma á framfæri hvaða merkingu þær lögðu í sín verk.
 
Þannig skapaðist rými fyrir konurnar til að tjá sorgir, ótta, vonir og væntingar og  þannig gátu þær miðlað til okkar hinna af reynslu sinni og sýn sinni á lífið og tilveruna.
 

 

 
Elsa Arnardóttir
elsaarnar [at] internet.is
Leiðbeinendur: Dr. Ásthildur B. Jónsdóttir og Dr. Ellen Gunnarsdóttir
2018