Óljósir draumar / Liminal Dreams

Series of three 3D Renders

2022

Ég vil byrja á að mála mynd, andlegt ástand fyrir okkur að stíga inn í. Þetta er andstæðan við það að vakna upp af löngum, ljúfum draumi. Í staðinn skulum við dýfa okkur inn í draumaástand samtengdra mynda sem eiga sér rætur í fortíð okkar, nútíð og framtíð. Í nýjustu einkasýningu minni An Odyssey of Dreams and Memories, setti ég saman sýndarveruleika til að endurskapa endurtekna drauma mína inn í sjónræna frásögn með því að nota þrívíddartækni. Fyrir þetta verk bauð ég áhorfendum að prófa sýndarveruleikahjálm og kanna hugtök sem tengjast mannlegri þrá á meðan þeir léku sér að hugmyndum um hvað er raunverulegt og hvað er fantasía í minni okkar. Ég hef áhuga á að gera tilraunir með það hvernig undirmeðvitundin birtir okkur brot af sjálfsmyndinni gegnum myndhverfingar og táknrænar myndir af söguþræði drauma okkar.  

Ég fluttist til Kanada frá Teheran í Íran með fjölskyldu minni þegar ég var tólf ára. Þegar ég komst á unglingsárin byrjaði ég að finna fyrir sjálfsmyndarkrísu vegna tungumálaörðugleika sem ég upplifði daglega, en ég átti erfitt með að finnast ég tilheyra „stað“. Hin skyndilega upprótun úr heimalandi mínu og það að vera allt í einu stödd í framandi umhverfi reif sundur tilfinningu mína fyrir raunveruleikanum þar sem mín fyrri sjálfsmynd hafði verið tekin burt. Allt varð að þokukenndum draumi, og enn þann dag í dag get ég ekki greint á milli þess sem var og hvernig ég ímynda mér að það hafi verið. Í mörg ár eftir flutningana til Kanada þjáðist ég af  þunglyndisköstum, sem voru nátengd tilfinningunni um að vera á röngum stað og aftengd mínu nánasta umhverfi.

Rétt eins og margir sjúklingar þjást af sársauka, þá varð það „að flýja“ mikilvægur hluti af mínu lífi. Að dreyma varð að framlengingu á lífi mínu, bæði í bókstaflegum og táknrænum skilningi. Hvaða aðferð sem var, sem gat fært mig úr þessum heimi yfir á svið ímyndunar, vakti áhuga minn, eins og til dæmis heimur lista og kvikmynda, tölvuleikja, sýndarveruleika, sem og hin raunverulega iðja að dreyma. Ég fór að upplifa sýnir sem voru jafn lifandi og í vökuástandi, og öll skynfæri mín virkjuðust í draumunum, eins og hæfileikinn til að finna áferð og hita, eða heyra og muna tónlist. Ég hugsaði með mér: hvað er það sem skilur að raunverulega reynslu og drauma, minningar og ímyndun?

Nýlega hef ég unnið verk verk með þrívíddartækni og sýndarveruleika í því markmiði að búa til rými/umhverfi sem máir út mörkin milli raunveruleika og fantasíu. Ég einbeiti mér að viðfangsefnum sem tengjast abstraksjónum og endur-ímyndun á reynslu og umhverfi meðan ég geri tilraunir með hugmyndir sem ég fæ innblástur að úr töfra-raunsæi.

2._elnaz_mansouri-_elnaz20lhi.is_-8.jpg