Virkjun  
 

Í hjarta Hveragerðis leynist fallegur garður meðfram Varmá við Reykjafoss, Lystigarðurinn. Staðsetning bygginga sitt hvoru megin á bökkum Varmár virkjar garðinn, ána og samspil þeirra í bæjarmyndinni. Önnur byggingin situr í rjóðri í hlíðinni fyrir ofan Reykjafoss og er aðsetur listamanna. Hin grefur sig inn í landið. Þar eru vinnustofur fyrir listamenn og grunnskólanemendur, verkstæði, veitingasala og gallerí. 

  

Torfþak byggingarinnar myndar nýtt útisvæði í Lystigarðinum og nýr stígur við Varmá meðfram byggingunni hleypir gestum nær ánni. Við enda stígsins er grunnur af gamalli ullarverksmiðju, sem markar upphaf byggðar í Hveragerði, þaðan sem Reykjafoss blasir við. 

 Staðsetning: Við Varmá og Lystigarðinn