Ferðalög ímyndunaraflsins 

Mahoný harðviður, svart stál, lyktgjafar úr lífrænum og ólífrænum efnum  

Í kistlunum leynast þúsund sögur af ferðalögum ímyndunaraflsins. Sögurnar verða þó ekki til fyrr en kistlarnir eru opnaðir og þær lesnar með þefskyni hvers og eins. Vegna persónulegra tengsla okkar við ákveðna ilmi verða til ótal ólíkar útkomur. Á milli stika safnast saman brot hverrar sögu í formi orða, staðar eða jafnvel lita og tilfinninga.