Polar display er tilraunakennd breytileg litaleturgerð. Kveikjan að hönnun letursins var rannsókn á afmyndun texta þegar hann er tekinn úr fókus og mörkum þess að stafir hætti að vera lesanlegir og verði að abstrakt formum. Útkoman er jafnstafaletur teiknað eingöngu úr láréttum litastiglum (e. color gradients).

Letrið byggir á COLRv1-tækni sem býður upp á ýmsa nýja möguleika í gerð litaleturs, þar á meðal sambland lita, stigla og breytileika. Polar hefur einn stillanlegan ás sem teygir út hvern stigil þar til letrið jaðrar við ólæsileika. Láréttu stiglarnir mætast og spegla hvorn annan eins og andstæðir segulpólar.

Polar er einkum ætlað sem fyrirsagnaletur og er fáanlegt í nokkrum mismunandi litasamsetningum.

5.9t9a7942.jpg

5.9t9a7942.jpg, by Margret Seema Takyar

Elís Gunnarsdóttir, Polar display

Elís Gunnarsdóttir, Polar display, by Margret Seema Takyar

Elís Gunnarsdóttir, Polar display

Elís Gunnarsdóttir, Polar display, by Margret Seema Takyar

Elís Gunnarsdóttir, Polar display

Elís Gunnarsdóttir, Polar display, by Margret Seema Takyar